Eldsneyti sjúkrahúsa í Gasa að klárast og lík grafin í fjöldagröfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. október 2023 00:25 Maður heldur á barni sem særðist í loftárás ísraelska hersins inn í Shifa-spítala í Gasa. Þar hefur þurft að grafa um hundrað manns í fjöldagröf til að rýna líkhús spítalans. AP/Fatima Shbair Eldsneytisbirgðir sjúkrahúsa í Gasa klárast á næstu dögum sem gæti haft hörmulegar afleiðingar. Talið er að 600 þúsund Palestínumenn hafi flúið norður-Gasa og tugir þúsunda leitað öruggs skjóls við spítala. Grafa þurfti hundrað manns í fjöldagröf til að rýma líkhús stærsta spítalans í Gasaborg. Læknar í Gasa vara við því að þúsundir gætu dáið þegar matar- og orkubirgðir sjúkrahúsa klárast á næstu dögum. Matur og vatn er af skornum skammti í Palestínu eftir að Ísraelar settu svæðið í herkví og skrúfuðu fyrir vatn, rafmagn og stöðvuðu vöruflutninga til landsins. Ísraelar fyrirskipuðu um milljón íbúum í norðurhluta Gasa að rýma svæðið. Fyrirmæli sem alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Rauða krossinn og Amnesty International hafa fordæmt. Rýmingarnar hafa bætt gráu ofan á svart í þeirri mannúðarkrísu sem hefur myndast vegna vatns- og matarskorts í landinu. Að sögn Ísraela hafa um 600 þúsund Palestínumenn þó yfirgefið norðurhlutann. Slíkur fjöldi fólks á vergangi mun eflaust hafa enn verri áhrif á ástandið á Gasasvæðinu. En það er ekki á allra færi að flýja. Sjúklingar og særðir einstaklingar á spítölum í landinu hafa ekki getað flúið. Ahmed Al-Mandhari, svæðisstjóri WHO, segir að einhver sjúkrahús hafi getað komið hreyfanlegum sjúklingum til suðurhluta Gasa en það sé á færi fæstra. Sjúkrahúsin að verða uppiskroppa með eldsneyti Sjúkrahús í Gasa munu með óbreyttu sniði klára eldsneyti í rafala til að viðhalda rafmagni á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar segja að það muni stofna lífi þúsunda sjúklinga í hættu. Loka þurfti eina kjarnorkuveri Gasa eftir að Ísrael lokuðu Gasasvæðinu algjörlega eftir árás Hamas. Gjörgæslan á Nasser-sjúkrahúsi í bænum Khan Younis er troðfull af særðu fólki, aðallega börnum undir þriggja ára aldri. Þá eru mörg hundruð manns á sjúkrahúsinu með alvarlega áverka eftir sprengjuárásir. Palestínskt barn sem særðist í ísraelskri loftárás er flutt með hraði inn í al-Aqsa-spítala í Deir el-Balah á Gasaströndinni. AP/Adel Hana Að sögn Dr. Mohammed Qandeel er búist við að eldsneyti á spítalanum klárist á mánudag. Það þýðir að 35 einstaklingar í öndunarvél og sextíu sem eru í himnuskiljun verða í bráðri lífshættu. Dr. Hussam Abu Safiya, yfirlæknir á barnalækningadeild við Kamal Adwan-spítala í norðurhluta Gasa, sagði að starfsfólk spítalans hefðu haldið kyrru fyrir þrátt fyrir fyrirmæli Ísraela. Þar væru sjö nýburar tengdir við öndunarvélar. Brottflutningur myndi þýða „dauði fyrir þá og aðra sjúklinga í okkar umsjá,“ sagði Safiya við AP. Forsvarsmenn Shifa-spítala, stærsta spítalans í Gasaborg, greindu frá því að þeir myndu grafa um hundrað lík í fjöldagröf í neyðarskyni eftir að líkhús spítalans fylltist. Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á svæði spítalans. Orkumálaráðherra Ísrael, Israel Katz, sagði í yfirlýsingu að búið væri að koma vatnssambandi á að nýju á einu tilteknum stað í Gasa. Talsmaður hans sagði að sá staður væri fyrir utan Khan Younis. Fólk í Gasa segist ekki enn hafa séð merki þess að búið væri að koma vatnssambandi á að nýju. Hvítir líkpokar ferjaðir með trukki frá al-Aqsa-spítala í Deir el-Balah í Gasa. AP/Adel Hana Bíða við landamærin Ísraelski herinn hefur komið sér fyrir við landamærin að Gasaströndinni og undirbúa nú árás inn í Gasasvæðið sem á að þeirra sögn að útrýma Hamas fyrir fullt og allt. Ísraelar njóta auk þess stuðnings bandarískra herskipa við Miðjarðarhaf. Þá hafa stöðugar loftárásir dunið á Gasaströndinni eftir að Hamas réðust inn í Ísrael fyrir viku síðan og er búið að jafna heilu hverfin þar við jörðu. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir að 2.670 Palestínumenn hafi verið drepnir og 9.600 hafi særst frá því átökin hófust. Það eru fleiri en létust í Gasastríðinu árið 2014 og gerir núverandi stríð það mannskæðasta af öllum fimm Gasastríðunum. Meira en 1.400 Ísraelar, meirihluti þeirra almennir borgar, voru drepnir í árás Hamas inn í Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Samkvæmt Ísraelum var að minnsta kosti 155 Ísraelum rænt af Hamas og þeir teknir inn í Gasa í árásinni. Stríðið er því líka það mannskæðasta fyrir Ísrael frá Yom Kippur-stríðinu árið 1973 þar sem þeir börðust við Egypta og Sýrlendinga. Palestínumenn ferja lík manns sem lést í loftárás Ísraela á Gasa.AP/Abed Khaled Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Læknar í Gasa vara við því að þúsundir gætu dáið þegar matar- og orkubirgðir sjúkrahúsa klárast á næstu dögum. Matur og vatn er af skornum skammti í Palestínu eftir að Ísraelar settu svæðið í herkví og skrúfuðu fyrir vatn, rafmagn og stöðvuðu vöruflutninga til landsins. Ísraelar fyrirskipuðu um milljón íbúum í norðurhluta Gasa að rýma svæðið. Fyrirmæli sem alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Rauða krossinn og Amnesty International hafa fordæmt. Rýmingarnar hafa bætt gráu ofan á svart í þeirri mannúðarkrísu sem hefur myndast vegna vatns- og matarskorts í landinu. Að sögn Ísraela hafa um 600 þúsund Palestínumenn þó yfirgefið norðurhlutann. Slíkur fjöldi fólks á vergangi mun eflaust hafa enn verri áhrif á ástandið á Gasasvæðinu. En það er ekki á allra færi að flýja. Sjúklingar og særðir einstaklingar á spítölum í landinu hafa ekki getað flúið. Ahmed Al-Mandhari, svæðisstjóri WHO, segir að einhver sjúkrahús hafi getað komið hreyfanlegum sjúklingum til suðurhluta Gasa en það sé á færi fæstra. Sjúkrahúsin að verða uppiskroppa með eldsneyti Sjúkrahús í Gasa munu með óbreyttu sniði klára eldsneyti í rafala til að viðhalda rafmagni á næstu dögum. Sameinuðu þjóðirnar segja að það muni stofna lífi þúsunda sjúklinga í hættu. Loka þurfti eina kjarnorkuveri Gasa eftir að Ísrael lokuðu Gasasvæðinu algjörlega eftir árás Hamas. Gjörgæslan á Nasser-sjúkrahúsi í bænum Khan Younis er troðfull af særðu fólki, aðallega börnum undir þriggja ára aldri. Þá eru mörg hundruð manns á sjúkrahúsinu með alvarlega áverka eftir sprengjuárásir. Palestínskt barn sem særðist í ísraelskri loftárás er flutt með hraði inn í al-Aqsa-spítala í Deir el-Balah á Gasaströndinni. AP/Adel Hana Að sögn Dr. Mohammed Qandeel er búist við að eldsneyti á spítalanum klárist á mánudag. Það þýðir að 35 einstaklingar í öndunarvél og sextíu sem eru í himnuskiljun verða í bráðri lífshættu. Dr. Hussam Abu Safiya, yfirlæknir á barnalækningadeild við Kamal Adwan-spítala í norðurhluta Gasa, sagði að starfsfólk spítalans hefðu haldið kyrru fyrir þrátt fyrir fyrirmæli Ísraela. Þar væru sjö nýburar tengdir við öndunarvélar. Brottflutningur myndi þýða „dauði fyrir þá og aðra sjúklinga í okkar umsjá,“ sagði Safiya við AP. Forsvarsmenn Shifa-spítala, stærsta spítalans í Gasaborg, greindu frá því að þeir myndu grafa um hundrað lík í fjöldagröf í neyðarskyni eftir að líkhús spítalans fylltist. Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á svæði spítalans. Orkumálaráðherra Ísrael, Israel Katz, sagði í yfirlýsingu að búið væri að koma vatnssambandi á að nýju á einu tilteknum stað í Gasa. Talsmaður hans sagði að sá staður væri fyrir utan Khan Younis. Fólk í Gasa segist ekki enn hafa séð merki þess að búið væri að koma vatnssambandi á að nýju. Hvítir líkpokar ferjaðir með trukki frá al-Aqsa-spítala í Deir el-Balah í Gasa. AP/Adel Hana Bíða við landamærin Ísraelski herinn hefur komið sér fyrir við landamærin að Gasaströndinni og undirbúa nú árás inn í Gasasvæðið sem á að þeirra sögn að útrýma Hamas fyrir fullt og allt. Ísraelar njóta auk þess stuðnings bandarískra herskipa við Miðjarðarhaf. Þá hafa stöðugar loftárásir dunið á Gasaströndinni eftir að Hamas réðust inn í Ísrael fyrir viku síðan og er búið að jafna heilu hverfin þar við jörðu. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir að 2.670 Palestínumenn hafi verið drepnir og 9.600 hafi særst frá því átökin hófust. Það eru fleiri en létust í Gasastríðinu árið 2014 og gerir núverandi stríð það mannskæðasta af öllum fimm Gasastríðunum. Meira en 1.400 Ísraelar, meirihluti þeirra almennir borgar, voru drepnir í árás Hamas inn í Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Samkvæmt Ísraelum var að minnsta kosti 155 Ísraelum rænt af Hamas og þeir teknir inn í Gasa í árásinni. Stríðið er því líka það mannskæðasta fyrir Ísrael frá Yom Kippur-stríðinu árið 1973 þar sem þeir börðust við Egypta og Sýrlendinga. Palestínumenn ferja lík manns sem lést í loftárás Ísraela á Gasa.AP/Abed Khaled
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent