Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2023 19:18 Ísraelski herinn hefur jafnað heilu hverfin við jörðu á Gasaströndinni með loftárásum sínum. Nú undirbýr hann innrás inn á svæðið. AP/Ariel Schalit Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. Ísraelar ítrekuðu í dag fyrirmæli sín til Palestínumanna um að rýma norðurhluta Gasasvæðisins á samfélagsmiðlum og einblöðungum sem var sleppt úr lofti. Hamas hvöttu fólk til að halda kyrru fyrir þar sem samgöngur væru óöruggar. Ísraelar segja Hamas nota almenna borgara sem mennska skildi. Sameinuðu þjóðirnar, Rauði krossinn og önnur alþjóðleg samtök hafa fordæmt Ísraela og sagt að skyndileg rýming rúmlega milljón manna og herkví Ísraela um svæðið muni hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér. Fyrirmæli Ísraela náðu til 1,1 milljónar Palestínumanna, um það bil helming þjóðarinnar og segir ísraelski herinn að „mörg hundruð þúsund“ Palestínumenn hefðu hlýtt fyrirmælunum og farið suður. Palestínumenn fengu sex tíma glugga til að ferðast með öruggum hætti suður á bóginn eftir tveimur stofnbrautum. Sá gluggi lokaði í eftirmiðdaginn (um 13 að íslenskum tíma). Undirbúa sig undir næsta stig Þegar fresturinn rann út fyrr í dag var mikill fjöldi ísraelskra hermanna búinn að koma sér fyrir við Gasaströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti fótgönguliða og sagði þeim að vera tilbúna fyrir „næsta stig“ án þess að skýra nánar í hverju það fælist. , . . ( : , ) pic.twitter.com/TiGzHcWhPK— Benjamin Netanyahu - (@netanyahu) October 14, 2023 Í tilkynningu frá ísraelska hernum sem birtist síðdegis kom fram að herinn hefði undirbúið „samstillta“ árás á Gasaströndina úr landi, lofti og legi. Þá sagðist herinn einnig vera að vinna að því að koma í framkvæmd fjölbreyttum innrásaráætlunum. Það hefur ekki ekki enn komið fram hvenær nákvæmlega herinn ætlar að ráðast inn í Gasasvæðið. Ismail Haniyeh, háttsettur Hamas-liði, sagði í sjónvarpsræðu, að „allt blóðbaðið“ myndi ekki brjóta palestínsku þjóðina. Hamas hefur haldið áfram loftárásum sínum á Ísrael á sama tíma og Ísraelar hafa látið sprengjum rigna yfir Gasa. Ísraelsher undirbýr nú innrás inn í Gasaströndina. Ráðist verður á svæðið úr lofti, landi og legi.AP/Petros Giannakouris Milljón manna á vergangi Að sögn Juliette Touma, talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, er ekki vitað hve margir íbúar Palestínu eru enn í norðurhluta landsins. Hún segir meira en milljón Palestínumanna vera á vergangi. Um það bil 35 þúsund almennir borgarar á flótta hafa komið sér fyrir á landareign aðalsjúkrahússins í Gasaborg, undir trjám, inni í anddyri spítalans og á göngum hans. Heilbrigðisstarfsfólk segir að þeim verði hlíft við átökunum. „Fólk heldur að þetta sé eina örugga svæðið eftir að heimili þeirra voru eyðilögð og þau voru neydd til að flýja,“ sagði Dr. Medhat Abbas, starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins. „Gasaborg eru óhuggulegur vettvangur eyðileggingar.“ „Gasa hefur verið án vatns í næstum þrjá daga, við höfum enga orku, ekkert rafmagn,“ sagði Inas Hamdan, annar talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. 14. október 2023 09:12 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. 13. október 2023 20:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Ísraelar ítrekuðu í dag fyrirmæli sín til Palestínumanna um að rýma norðurhluta Gasasvæðisins á samfélagsmiðlum og einblöðungum sem var sleppt úr lofti. Hamas hvöttu fólk til að halda kyrru fyrir þar sem samgöngur væru óöruggar. Ísraelar segja Hamas nota almenna borgara sem mennska skildi. Sameinuðu þjóðirnar, Rauði krossinn og önnur alþjóðleg samtök hafa fordæmt Ísraela og sagt að skyndileg rýming rúmlega milljón manna og herkví Ísraela um svæðið muni hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér. Fyrirmæli Ísraela náðu til 1,1 milljónar Palestínumanna, um það bil helming þjóðarinnar og segir ísraelski herinn að „mörg hundruð þúsund“ Palestínumenn hefðu hlýtt fyrirmælunum og farið suður. Palestínumenn fengu sex tíma glugga til að ferðast með öruggum hætti suður á bóginn eftir tveimur stofnbrautum. Sá gluggi lokaði í eftirmiðdaginn (um 13 að íslenskum tíma). Undirbúa sig undir næsta stig Þegar fresturinn rann út fyrr í dag var mikill fjöldi ísraelskra hermanna búinn að koma sér fyrir við Gasaströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti fótgönguliða og sagði þeim að vera tilbúna fyrir „næsta stig“ án þess að skýra nánar í hverju það fælist. , . . ( : , ) pic.twitter.com/TiGzHcWhPK— Benjamin Netanyahu - (@netanyahu) October 14, 2023 Í tilkynningu frá ísraelska hernum sem birtist síðdegis kom fram að herinn hefði undirbúið „samstillta“ árás á Gasaströndina úr landi, lofti og legi. Þá sagðist herinn einnig vera að vinna að því að koma í framkvæmd fjölbreyttum innrásaráætlunum. Það hefur ekki ekki enn komið fram hvenær nákvæmlega herinn ætlar að ráðast inn í Gasasvæðið. Ismail Haniyeh, háttsettur Hamas-liði, sagði í sjónvarpsræðu, að „allt blóðbaðið“ myndi ekki brjóta palestínsku þjóðina. Hamas hefur haldið áfram loftárásum sínum á Ísrael á sama tíma og Ísraelar hafa látið sprengjum rigna yfir Gasa. Ísraelsher undirbýr nú innrás inn í Gasaströndina. Ráðist verður á svæðið úr lofti, landi og legi.AP/Petros Giannakouris Milljón manna á vergangi Að sögn Juliette Touma, talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, er ekki vitað hve margir íbúar Palestínu eru enn í norðurhluta landsins. Hún segir meira en milljón Palestínumanna vera á vergangi. Um það bil 35 þúsund almennir borgarar á flótta hafa komið sér fyrir á landareign aðalsjúkrahússins í Gasaborg, undir trjám, inni í anddyri spítalans og á göngum hans. Heilbrigðisstarfsfólk segir að þeim verði hlíft við átökunum. „Fólk heldur að þetta sé eina örugga svæðið eftir að heimili þeirra voru eyðilögð og þau voru neydd til að flýja,“ sagði Dr. Medhat Abbas, starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins. „Gasaborg eru óhuggulegur vettvangur eyðileggingar.“ „Gasa hefur verið án vatns í næstum þrjá daga, við höfum enga orku, ekkert rafmagn,“ sagði Inas Hamdan, annar talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. 14. október 2023 09:12 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. 13. október 2023 20:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. 14. október 2023 09:12
Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00
Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. 13. október 2023 20:45