Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2023 12:31 Slökkvilið Borgarbyggðar fagnar 100 ára afmæli í dag, 14. október. Í liðinu er flottur hópur fólks, karlar og konur, sem brenna fyrir starf sitt. Aðsend Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur. Í Borgarbyggð eru fjórar slökkviliðsstöðvar eða í Reykholti, Bifröst, Hvanneyri og Borgarnesi þar sem höfuðstöðvarnar eru. Það eru merk tímamót í sögu slökkviliðsins þegar aldarafmæli verður fagnað. Heiðar Örn Jónsson er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. „Já, þetta eru heldur betur mikil tímamót og þess vegna erum við að fagna því enda hefur mikið gerst á þessum 100 árum. Við erum svolítið að súmmera það, sem hefur verið að gerast og hvað við erum að gera í dag og svona á þessum tímamótum. Það hefur mikið breyst, bæði í búnaði og þekkingu og menntun og þjálfun og við erum að sýna okkar fólki hvar við stöndum í dag,“ segir Heiðar Örn. Dagskrá dagsins hefst klukkan 14:00 á eftir í Hjálmakletti og stendur til klukkan 16:00. Boðið verður upp á söngatriði, ávörp, nokkrir slökkviliðsmenn verða heiðraðir, 20 nýliðar verða útskrifaðir úr námi slökkviliðsmanna og að sjálfsögðu verður kaffið og veitingarnar á sínum stað. Þá fer líka fram formlega afhending á nýjum tankbíl til slökkviliðsins í Reykholti. En hvað eru útköll Slökkviliðs Borgarbyggðar mörg á ári að meðaltali? „Við erum með svona á milli 50 og 60 hreyfingar á dælubíl á ári í mis stórum verkefnum. Okkar helstu verkefni í dag eru tengd umferðinni,“ segir Heiðar Örn. Allir eru velkomnir í afmælisveislu dagsins í Borgarnesi á milli klukkan 14:00 og 16:00.Aðsend Og slökkviliðsstjórinn lofar glæsilegum hátíðarhöldum í Borgarnesi í dag. „Já og endilega að koma til okkar ef þið eruð hérna í Borgarnesi og við verðum með allan okkar bílaflota til sýnis, svo eins og ég segi, við erum að útskrifa 20 slökkviliðsmenn og hér verða kökur og kaffi. Þeir, sem vilja gleðjast með okkur eru velkomnir,“ segir Heiðar Örn. Útköll slökkviliðsins eru á milli 50 og 60 á ári.Aðsend Borgarbyggð Slökkvilið Tímamót Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í Borgarbyggð eru fjórar slökkviliðsstöðvar eða í Reykholti, Bifröst, Hvanneyri og Borgarnesi þar sem höfuðstöðvarnar eru. Það eru merk tímamót í sögu slökkviliðsins þegar aldarafmæli verður fagnað. Heiðar Örn Jónsson er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. „Já, þetta eru heldur betur mikil tímamót og þess vegna erum við að fagna því enda hefur mikið gerst á þessum 100 árum. Við erum svolítið að súmmera það, sem hefur verið að gerast og hvað við erum að gera í dag og svona á þessum tímamótum. Það hefur mikið breyst, bæði í búnaði og þekkingu og menntun og þjálfun og við erum að sýna okkar fólki hvar við stöndum í dag,“ segir Heiðar Örn. Dagskrá dagsins hefst klukkan 14:00 á eftir í Hjálmakletti og stendur til klukkan 16:00. Boðið verður upp á söngatriði, ávörp, nokkrir slökkviliðsmenn verða heiðraðir, 20 nýliðar verða útskrifaðir úr námi slökkviliðsmanna og að sjálfsögðu verður kaffið og veitingarnar á sínum stað. Þá fer líka fram formlega afhending á nýjum tankbíl til slökkviliðsins í Reykholti. En hvað eru útköll Slökkviliðs Borgarbyggðar mörg á ári að meðaltali? „Við erum með svona á milli 50 og 60 hreyfingar á dælubíl á ári í mis stórum verkefnum. Okkar helstu verkefni í dag eru tengd umferðinni,“ segir Heiðar Örn. Allir eru velkomnir í afmælisveislu dagsins í Borgarnesi á milli klukkan 14:00 og 16:00.Aðsend Og slökkviliðsstjórinn lofar glæsilegum hátíðarhöldum í Borgarnesi í dag. „Já og endilega að koma til okkar ef þið eruð hérna í Borgarnesi og við verðum með allan okkar bílaflota til sýnis, svo eins og ég segi, við erum að útskrifa 20 slökkviliðsmenn og hér verða kökur og kaffi. Þeir, sem vilja gleðjast með okkur eru velkomnir,“ segir Heiðar Örn. Útköll slökkviliðsins eru á milli 50 og 60 á ári.Aðsend
Borgarbyggð Slökkvilið Tímamót Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira