Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. október 2023 10:01 Ásta Dís Óladóttir, prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira er algjör B týpa sem viðurkennir öfundsýki af sinni hálfu þegar eldri dóttirin er að birta myndir af sér úr ræktinni klukkan sex á morgnana. Vísir/Vilhelm B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég er B- manneskja og reyni að sofa eins lengi og ég kemst upp með, ætli það sé ekki upp úr hálf átta sem ég fer að hugleiða að fara á fætur og ég get alveg hugleitt það í korter til tuttugu mínútur. Ég ætla mér alltaf að fara fyrr að sofa og vakna fyrr eins og hinir, en svo stend ég mig að því að sitja við tölvuna oft fram yfir miðnætti, enda að skrifa grein og bók á sama tíma, auk alls annars.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég geng í leiðslu að bestu græju heimilisins, kaffivélinni og drekk ótæpilega marga bolla fyrir hádegi. Ræktin og slíkt á morgnana er alls ekki fyrir mig, en ég dáist að til dæmis eldri dóttur minni Jóhönnu Helgu, sem að birtir reglulega myndir af sér í ræktinni klukkan sex. Ég á samt frekar erfitt með að setja „like“ á þær myndir enda ekkert nema öfundsýki af minni hálfu. Ég vildi að ég hefði þennan viljastyrk sem hún hefur.“ Nefndu dæmi um misheppnaða tilraun í eldamennsku. „Ég á mörg slík dæmi því ég er mjög dugleg í eldhúsinu. Eitt dæmi er frá því í fyrradag, ákvað að prófa laxa taco uppskrift sem að mínu mati var frekar flókin enda fullt af kryddum og hráefnum í henni og hún skiptist í fjóra hluta með alls konar tilfæringum. Ég bað eiginmanninn um að fara í búðina því að það var ekki til hunang og uppskriftin virkaði ekki án þess. Ég er með þetta allt á borðinu og það hefur aldrei truflað mig að gera nokkra hluti í einu en þarna kemur betri helmingurinn með hunangið og ég mæli það samviskusamlega í skál, 2 dl af því og nota bene hann keypti pínulitla dollu. Svo ríf ég limebörkinn niður og set út í og kreisti safann yfir hunangið. Þetta var eitthvað skrýtið og alls ekki eins og ég bjóst við að þetta yrði á bragðið. Leit aftur á uppskriftina og ohhhh limeið átti alls ekki að fara út í hunangssósuna heldur í hrásalatið. Nú voru góð ráð dýr því það var bara 1 dl eftir í krukkunni sem keypt var svo …. ,,heyrðu elskan, værir þú nokkuð til í að skjótast aftur út í búð… já og keyptu tvær krukkur núna, svona til öryggis“ Laxa tacoið heppnaðist afar vel á endanum og gestirnir okkar mjög ánægðir en stundum er bara of mikið að gera og athyglin ekki alveg á réttum stað. En flest slysin mín hafa verið í gegnum sykurlausu uppskriftirnar sem ég hef verið að prófa í gegnum árin og þær eru fjölmargar.“ Ásta Dís notar símann, tölvurnar og útprentað dagatal úr outlook til að halda utan um skipulagið sitt. Hún segist einfaldlega ekki komast af án þess að prenta út dagatalið líka. Ásta Dís er B týpa sem er aktífust á kvöldin.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við vorum að ljúka við Jafnvægisvogarráðstefnuna í þessari viku og nóg að snúast í kringum hana, en ég er einnig að skrifa nýja bók um sjávarútveg og eldi ásamt Ágústi Einarssyni vini mínum, skrifa greinar um jafnréttismál, meðal annars grein um arftakaáætlanir með Þóru H. Christiansen og fleiri frábærum samstarfsaðilum í Háskóla Íslands. Svo eru það ýmis önnur krefjandi og skemmtileg verkefni með flottu fólki á ýmsum vígstöðvum, þannig að það er nóg að gera.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er með símann, tölvurnar og útprentað dagatal úr outlook á skrifborðinu. Ég verð að hafa þetta útprentaða líka, kemst ekki af án þess en ég nýti mér ekkert sérstakt forrit eða slíkt fyrir skipulagningu eins og margir gera.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt ekki fyrir miðnætti, B- manneskjan er aktífust seinnihluta dags og ég er best á kvöldin. Ef ég er ekki að skrifa þá er ég að lesa eitthvað skemmtilegt eða að horfa á eitthvað með fjölskyldunni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég er B- manneskja og reyni að sofa eins lengi og ég kemst upp með, ætli það sé ekki upp úr hálf átta sem ég fer að hugleiða að fara á fætur og ég get alveg hugleitt það í korter til tuttugu mínútur. Ég ætla mér alltaf að fara fyrr að sofa og vakna fyrr eins og hinir, en svo stend ég mig að því að sitja við tölvuna oft fram yfir miðnætti, enda að skrifa grein og bók á sama tíma, auk alls annars.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég geng í leiðslu að bestu græju heimilisins, kaffivélinni og drekk ótæpilega marga bolla fyrir hádegi. Ræktin og slíkt á morgnana er alls ekki fyrir mig, en ég dáist að til dæmis eldri dóttur minni Jóhönnu Helgu, sem að birtir reglulega myndir af sér í ræktinni klukkan sex. Ég á samt frekar erfitt með að setja „like“ á þær myndir enda ekkert nema öfundsýki af minni hálfu. Ég vildi að ég hefði þennan viljastyrk sem hún hefur.“ Nefndu dæmi um misheppnaða tilraun í eldamennsku. „Ég á mörg slík dæmi því ég er mjög dugleg í eldhúsinu. Eitt dæmi er frá því í fyrradag, ákvað að prófa laxa taco uppskrift sem að mínu mati var frekar flókin enda fullt af kryddum og hráefnum í henni og hún skiptist í fjóra hluta með alls konar tilfæringum. Ég bað eiginmanninn um að fara í búðina því að það var ekki til hunang og uppskriftin virkaði ekki án þess. Ég er með þetta allt á borðinu og það hefur aldrei truflað mig að gera nokkra hluti í einu en þarna kemur betri helmingurinn með hunangið og ég mæli það samviskusamlega í skál, 2 dl af því og nota bene hann keypti pínulitla dollu. Svo ríf ég limebörkinn niður og set út í og kreisti safann yfir hunangið. Þetta var eitthvað skrýtið og alls ekki eins og ég bjóst við að þetta yrði á bragðið. Leit aftur á uppskriftina og ohhhh limeið átti alls ekki að fara út í hunangssósuna heldur í hrásalatið. Nú voru góð ráð dýr því það var bara 1 dl eftir í krukkunni sem keypt var svo …. ,,heyrðu elskan, værir þú nokkuð til í að skjótast aftur út í búð… já og keyptu tvær krukkur núna, svona til öryggis“ Laxa tacoið heppnaðist afar vel á endanum og gestirnir okkar mjög ánægðir en stundum er bara of mikið að gera og athyglin ekki alveg á réttum stað. En flest slysin mín hafa verið í gegnum sykurlausu uppskriftirnar sem ég hef verið að prófa í gegnum árin og þær eru fjölmargar.“ Ásta Dís notar símann, tölvurnar og útprentað dagatal úr outlook til að halda utan um skipulagið sitt. Hún segist einfaldlega ekki komast af án þess að prenta út dagatalið líka. Ásta Dís er B týpa sem er aktífust á kvöldin.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við vorum að ljúka við Jafnvægisvogarráðstefnuna í þessari viku og nóg að snúast í kringum hana, en ég er einnig að skrifa nýja bók um sjávarútveg og eldi ásamt Ágústi Einarssyni vini mínum, skrifa greinar um jafnréttismál, meðal annars grein um arftakaáætlanir með Þóru H. Christiansen og fleiri frábærum samstarfsaðilum í Háskóla Íslands. Svo eru það ýmis önnur krefjandi og skemmtileg verkefni með flottu fólki á ýmsum vígstöðvum, þannig að það er nóg að gera.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er með símann, tölvurnar og útprentað dagatal úr outlook á skrifborðinu. Ég verð að hafa þetta útprentaða líka, kemst ekki af án þess en ég nýti mér ekkert sérstakt forrit eða slíkt fyrir skipulagningu eins og margir gera.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt ekki fyrir miðnætti, B- manneskjan er aktífust seinnihluta dags og ég er best á kvöldin. Ef ég er ekki að skrifa þá er ég að lesa eitthvað skemmtilegt eða að horfa á eitthvað með fjölskyldunni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00
Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00
„Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00
Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00
Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00