Fótbolti

Treyjan hennar sem Nike vildi ekki selja seldist upp um leið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mary Earps var valin besti markvörður síðasta heimsmeistaramóts og hefur unnið gull og silfur með enska landsliðinu á síðustu tveimur stórmótum.
Mary Earps var valin besti markvörður síðasta heimsmeistaramóts og hefur unnið gull og silfur með enska landsliðinu á síðustu tveimur stórmótum. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Markmannstreyja enska landsliðsmarkvarðarins Mary Earps fór í sölu í gær og það var ekki að spyrja að því. Hún seldist upp á augabragði.

Earps vakti athygli á því á HM í sumar að Nike ætlaði ekki að bjóða upp á möguleikann á að kaupa markmannstreyju hennar. Það var hægt að kaupa treyjur útileikmannanna en Nike vildi ekki selja markmannstreyjuna.

Earps ætlaði ekki að gefa sig og hafði það loksins í gegn með aðstoð fjölmiðla og aðdáenda sinna að Nike gaf sig og ákvað að framleiða markmannstreyjuna. Hún fór síðan í sölu í gær.

„Áttaði mig ekki að salan á treyjunni myndi hefjast i dag og þið eruð búin að kaupa þær allar strax,“ skrifaði Mary Earps á Instagram.

Hún átti flott heimsmeistaramót og var kosin besti markvörður keppninnar. Enska liðið varð að sætta sig við annað sætið eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleiknum.

„Það koma fleiri treyjur fyrir lok ársins og þær verða í fleiri stærðum og bæði fyrir fullorðna og börn. Fylgist með,“ skrifaði Earps.

„Takk fyrir allan ykkar ótrúlega stuðning. Það voruð þið sem komu þessu í kring,“ skrifaði Earps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×