Fótbolti

Talið næsta víst að HM verði haldið í Sádí-Arabíu árið 2034

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA, heldur ræðu þegar kynnt var fyrirkomulag heimsmeistaramóts félagsliða í fótbotla karla sem fram fer í Jeddah í Sádí-Arabíu í desember síðar á þessu ári. 
Gianni Infantino, forseti FIFA, heldur ræðu þegar kynnt var fyrirkomulag heimsmeistaramóts félagsliða í fótbotla karla sem fram fer í Jeddah í Sádí-Arabíu í desember síðar á þessu ári.  Vísir/Getty

Fjölmargir erlendir fjölmiðlar halda því fram að sú staðreynd að alþjóða knattspyrnusambandið hafi ákveðið að heimsmeistaramótið í fótbolta karla fari fram í sex löndum þýði að forkólfar FIFA æti að halda mótið árið 2034 í Sádí-Arabíu.

Heimsmeistaramótið verður spilað á Spáni, Portúgal, Marokkó, Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ eftir sjö ár. Sú ákvörðun að halda mótið í sex mismunandi löndum hefur valdið mótmælum hjá umhverfissinnum. 

Þannig fer mótið fram í Evrópu, Afríku og Suður-Ameríku á 100 ára afmæli mótsins. FIFA hefur gefið út að heimsmeistaramótið verði haldið annað hvort í Asíu eða Eyjálfu fjórum árum síðar. 

Ástralía hefur sótt um haldið heimsmeistaramótið árið 2034 en því er slegið föstu í erlendum fjölmiðlum að landið eigi ekki möguleika á að hreppa hnossið þar sem öll vötn renni til Sádí-Arabíu í þessum efnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×