Halda HM í fótbolta saman en rífast um að fá úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 09:00 Spánn og Marokkó mættust í sextán liða úrslitum á síðasta HM og þar fagnaði Marokkó sigri í vítakeppni. Getty/Marvin Ibo Guengoe Í vikunni var tilkynnt að Spánn, Marokkó og Portúgal muni halda saman heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2030. Þjóðirnar þurfa því að vinna vel saman en strax má lesa fréttir um ósætti þeirra á milli. Tvær af þjóðunum þremur, Spánn og Marokkó, halda því nefnilega fram að þau verði með úrslitaleikinn í keppninni. Portúgal virðist ekki ætla að blanda sér í það rifrildi. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar, sagðist í útvarpsviðtali í gær búast við því að úrslitaleikurinn færi fram á Spáni. Fouzi Lekjaa, yfirmaður marokkóska fótboltasambandsins, sagði aftur á móti í útvarpsviðtali í heimlandi sínu að það væri markmiðið að halda úrslitaleikinn í Casablanca í Marokkó. ESPN segir frá. Morocco and Spain battling to host 2030 WC finalA day after Morocco and Spain were nominated as joint hosts of the 2030 World Cup -- along with Portugal -- there were signs of friction, with both countries laying claim to being the venue for the final.https://t.co/QYmr625DTE— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 5, 2023 FIFA tilkynnti að hvar HM 2030 færi fram einu ári fyrr en búist var við og kom tilkynningin mörgum á óvart. Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ, fá að halda einn opnunarleik hvert til að halda upp á hundrað ára afmæli keppninnar en restin fer fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó. Það lítur út fyrir að Argentínumenn séu ekki alveg sáttir við sinn hlut því stjórnmálamenn og forráðamenn argentínska sambandsins töluðu um að argentínska sambandið myndi sækjast eftir því að fá fleiri leiki en þennan eina. Það hafa verið deilur á milli Spánar og Marokkó vegna þess að mikill straumur ólöglegra innflytjanda til Spánar hefur verið í gegnum Marokkó. Nú gætu þjóðirnar farið að rífast um að fá að halda stærsta mögulega íþróttakappleik í heimi, sjálfan úrslitaleik HM karla í fótbolta. Fulltrúar Marokkó, Spánar og Portúgals munu hittast 18. október í Rabat í Marokkó þar sem farið verður yfir mögulega leikjadagskrá mótsins. Staðsetning úrslitaleiksins mun væntanlega skýrast eftir þau fundahöld. Morocco, Portugal and Spain will host the 2030 World Cup, with Uruguay, Argentina and Paraguay hosting the first three games to mark the tournament s 100-year anniversary All six teams will automatically qualify and it will be the first tournament ever to be played across pic.twitter.com/Y3uelecU3k— B/R Football (@brfootball) October 4, 2023 HM 2030 í fótbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Tvær af þjóðunum þremur, Spánn og Marokkó, halda því nefnilega fram að þau verði með úrslitaleikinn í keppninni. Portúgal virðist ekki ætla að blanda sér í það rifrildi. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar, sagðist í útvarpsviðtali í gær búast við því að úrslitaleikurinn færi fram á Spáni. Fouzi Lekjaa, yfirmaður marokkóska fótboltasambandsins, sagði aftur á móti í útvarpsviðtali í heimlandi sínu að það væri markmiðið að halda úrslitaleikinn í Casablanca í Marokkó. ESPN segir frá. Morocco and Spain battling to host 2030 WC finalA day after Morocco and Spain were nominated as joint hosts of the 2030 World Cup -- along with Portugal -- there were signs of friction, with both countries laying claim to being the venue for the final.https://t.co/QYmr625DTE— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 5, 2023 FIFA tilkynnti að hvar HM 2030 færi fram einu ári fyrr en búist var við og kom tilkynningin mörgum á óvart. Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ, fá að halda einn opnunarleik hvert til að halda upp á hundrað ára afmæli keppninnar en restin fer fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó. Það lítur út fyrir að Argentínumenn séu ekki alveg sáttir við sinn hlut því stjórnmálamenn og forráðamenn argentínska sambandsins töluðu um að argentínska sambandið myndi sækjast eftir því að fá fleiri leiki en þennan eina. Það hafa verið deilur á milli Spánar og Marokkó vegna þess að mikill straumur ólöglegra innflytjanda til Spánar hefur verið í gegnum Marokkó. Nú gætu þjóðirnar farið að rífast um að fá að halda stærsta mögulega íþróttakappleik í heimi, sjálfan úrslitaleik HM karla í fótbolta. Fulltrúar Marokkó, Spánar og Portúgals munu hittast 18. október í Rabat í Marokkó þar sem farið verður yfir mögulega leikjadagskrá mótsins. Staðsetning úrslitaleiksins mun væntanlega skýrast eftir þau fundahöld. Morocco, Portugal and Spain will host the 2030 World Cup, with Uruguay, Argentina and Paraguay hosting the first three games to mark the tournament s 100-year anniversary All six teams will automatically qualify and it will be the first tournament ever to be played across pic.twitter.com/Y3uelecU3k— B/R Football (@brfootball) October 4, 2023
HM 2030 í fótbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira