Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. október 2023 22:42 Kolbrún Halldórsdóttir og Alexandra Ýr van Erven standa að sýningunni. Stöð 2 Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“ Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“
Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira