Stutt í að LinkedIn breytist líka á Íslandi og verði aðalmiðillinn í ráðningum Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. október 2023 07:00 Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido segist telja tímaspursmál hvenær LinkedIn muni opna auglýsingakerfið sitt fyrir Ísland en síðustu 2-3 árin hafi nýjungar í því kerfi leitt til þess að LinkedIn sé orðin aðalmiðillinn í ráðningum erlendis. Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé einungis tímaspursmál hvenær það gerist að LinkedIn auglýsingakerfið opni fyrir Ísland. Og þegar það gerist er eins gott að íslenskir vinnustaðir séu undir það búin að sá miðill mun hafa gífurleg áhrif á það hver ásýnd vinnustaða er fyrir framtíðarstarfsfólk,“ segir Arnar Gísli Hinriksson hjá Digido. Það sem við höfum verið að sjá erlendis á síðustu 2-3 árum, er að þær nýjungar sem LinkedIn hefur verið að koma með fyrir atvinnulífið hafa skilað því að þetta er einfaldlega orðið aðalmiðillinn þegar kemur að ráðningum og því að hafa forskot í að markaðssetja vinnustaði fyrir hæfileikaríkt fólk.“ Mannauðsdagurinn 2023 verður haldinn á föstudaginn en þetta er stærsti árlegi viðburður stjórnunar og mannauðsmála á Íslandi. Í tilefni Mannauðsdagsins fjallar Atvinnulífið um nýjar áherslur og framtíðina þessum málum tengdum. Markaðs- og mannauðsfólk að tala saman Arnar er meðal fyrirlesara á Mannauðsdeginum á föstudag, en þennan viðburð sóttu 800 manns í fyrra og þá var uppselt. Mannauðsdagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2011 og er nú einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála á Íslandi. Yfirskrift fyrirlesturs Arnars er ,,Markaðssetning á störfum framtíðarinnar,“ enda starfar Arnar við markaðsmál dag frá degi. „Það sem er að gerast svolítið hratt er að markaðsfræðin og mannauðsfræðin eru að tengjast meira en áður. Það er því fullt tilefni til þess að þessi tvö teymi innan fyrirtækja, sem í gegnum tíðina hafa kannski ekkert endilega verið mikið að vinna saman, fari fyrir alvöru að tala saman og móta stefnu um það hvernig vinnustaðurinn ætlar að tryggja sér hæfileikaríkt starfsfólk til framtíðar,“ útskýrir Arnar og bætir þó við að auðvitað eigi þetta markmið einnig við um það að viðhalda starfsfólki til lengri tíma. Arnar segir samkeppni um gott fólk vera orðna það mikla að það að fara að byggja upp vinnustaði sem sterk vörumerki fyrir starfsfólk til framtíðar, sé einfaldlega eitthvað sem rannsóknir styðji að vinnustaðir þurfi að fara að huga betur að. „Við heyrum stundum að því að fyrirtæki sem eru sterk vörumerki fá til sín mikið af umsóknum þegar störf eru auglýst hjá þeim. Ég nefni til dæmis Icelandair eða Símann. Þetta eru fyrirtæki sem eru sýnileg og sterk vörumerki í huga neytenda. Það sama á við um risafyrirtækin erlendis. Stórfyrirtæki eins og Google er til dæmis að fá til sín um þrjár milljónir umsækjenda á ári.“ Markmiðið sé þó ekki að fá sem flestar umsóknir, heldur að vinnustaðir séu að fá hæfileikaríkasta fólkið til þess að sækja um störfin. „Aðdragandinn er hins vegar miklu lengri en sá sem aðeins nær til þess þegar starf er auglýst. Það hvernig fólk er að upplifa fyrirtækið sem vörumerki nær mun lengra aftur og væri bæði hægt að telja í mánuðum og árum. Þegar að því kemur að vinnustaður auglýsir laust starf til umsóknar, mátar fólk sig við starfið og vinnustaðinn miðað við þá ímynd sem það hefur á þeim vinnustað sem er að leita af fólki.“ En getur ekki verið hættulegt að vera með sterka markaðslega ásýnd sem vinnustaður ef innistæðan reynist síðan ekki fyrir hendi innanhús? „Jú að sjálfsögðu,“ svarar Arnar og bætir við: „Þess vegna er svo mikilvægt að mannauðs- og markaðsteymin fari að tala meira saman og vinna meira saman að markaðsmálum og stefnu. Því þarna liggja hagsmunirnir algjörlega saman. Því sama hver varan eða þjónustan er sem fyrirtækin eru að selja, er alltaf eitthvað fólk á bakvið fyrirtækið. Á endanum getur upplifun viðskiptavinarins á vörunni eða þjónustunni því staðið svolítið á því hvernig það upplifir starfsfólkið.“ Arnar segist hafa rýnt í þó nokkuð af rannsóknum þessu til stuðnings. „Ánægður starfsmaður er líklegastur til að veita bestu þjónustuna. Þess vegna er það lykilatriði að vinnustaðurinn standi undir þeim væntingum sem búið er að byggja upp í markaðsvinnunni. Ef þessi innistæða er ekki fyrir hendi, eykst hættan á þjónustufalli sem þýðir að viðskiptavinurinn er einfaldlega ekki nógu ánægður með vöruna eða þjónustuna sem verið er að selja. Hagsmunirnir liggja því alveg saman í ráðningum annars vegar og árangri rekstursins hins vegar.“ Arnar er einn fyrirlesara á Mannauðsdeginum sem haldinn verður á föstudag. Hann segir það mikla samkeppni um starfsfólk framtíðarinnar að mikilvægt sé að markaðs- og mannauðsteymi fyrirtækja fari að vinna meira saman.Vísir/Vilhelm Mælir með myndböndum um vinnustaði Að sögn Arnars er stór hluti viðskiptavina Digido að herja á erlenda markaði eins og Bandríkjunum, Bretlandi, Kanada, Norðurlöndunum og fyrirtæki í Vestur Evrópu. Alls staðar hefur virknin á LinkedIn verið að aukast það hratt og þar eru vinnustaðir að nýta sér auglýsingar LinkedIn til að byggja upp sína ásýnd sem vinnustaður. Lengi vel var lítil virkni á LinkedIn því það var einfaldlega ekki mikið efni á miðlinum. Þetta hefur breyst og vinnustaðir eru farnir að nýta sér tækin og tólin sem þeir bjóða upp á í auglýsingum sem sinn aðal miðil þegar kemur að því að falast eftir hæfu fólki. Ég tel engar líkur á öðru en að notkun á LinkedIn muni springa út á Íslandi á næstu árum. Í erindinu sínu á föstudaginn segist hann ætla að koma aðeins inn á þetta en eins líka að gefa ráðstefnugestum heilræði sem þeir geta nýtt sér strax að loknum fyrirlestri. „Ég nefni sem dæmi myndbönd. Neytendur vilja fá efni til sín í myndbandsformi á meðan ráðningaauglýsingar eru mjög staðlaðar. Ég myndi því alltaf hvetja fyrirtæki til að skoða myndbandsgerð sem endurspeglar þá ásýnd og ímynd sem fyrirtækið vill hafa sem vinnustaður. Ekki aðeins að framleiða auglýsingaefni til að selja vörur og þjónustu.“ Þetta segir Arnar ekki alltaf þurfa að vera mjög flókið eða dýrt og meira að segja sé hægt að skoða hvaða auglýsingar virka best með einföldum A B prófunum. Sem þýðir að markaðsefni er þá búið til með smá áherslumun og síðan er það prófað á einhverjum afmörkuðum hópi, til dæmis á samfélagsmiðlum, hvort útgáfan er að virka sem best: A eða B. „Það eru ýmsir íslenskir vinnustaðir farnir að vinna vel að þessum málum. Ég nefni sem dæmi Isavia. Það er auðvelt að sjá hvernig Isavia er farið að nýta sér markaðssetningu til að gefa fólki innsýn í það hvers konar vinnustaður Isavia er. Sem síðan skilar sér þegar Isavia er að auglýsa eftir fólki árlega, enda stór vinnustaður sem þarf reglulega að manna ný störf.“ Arnar segir rannsóknir sýna að vinnustaður sem nær að byggja sig upp sem sterkt vörumerki, nær ekki aðeins meiri árangri í starfsráðningum heldur einnig því að starfsmannavelta minnkar. „Í fyrirlestrinum mínum fer ég því bæði inn á rannsóknir og fræðilegt efni en einnig praktísk heilræði sem gera fyrirtækjum kleift að skoða strax áherslureytingar í því hvernig þau sinna markaðsstarfinu og huga meira að því sem markaðssetningu fyrir mannaráðningar. Þetta er líka ákveðin breyting fyrir markaðsfólkið, sem til þessa hefur meira verið að horfa á vörur eða þjónustuúrval sem verið er að selja. Með aukinni samkeppni um starfsfólk eru þessi tvö svið hins vegar að krossast það mikið og þess vegna tel ég fulla ástæðu til að mannauðs- og markaðsfólk sameinist í auknum mæli; í samtali og vinnu.“ Starfsframi Tækni Auglýsinga- og markaðsmál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mannauðsmál Tengdar fréttir Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. 4. október 2023 07:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Smiður í mannauðsmálin: „Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina“ „Ég segi fyrir mitt leyti að það hafði ekki tekist í grunnskóla að vekja áhuga minn á einhverju til að stefna á í framhaldsskóla. Ég fór í Verkmenntaskólann á Akureyri eftir grunnskóla en það var eiginlega bara af skyldurækni. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þar,“ segir Daníel Gunnarsson, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech. 19. maí 2023 07:00 Fjölskylduvænni vinnustaður: Hvetur fleiri verslanir til að loka klukkan fimm „Kauphegðun fólks hefur breyst svo mikið síðustu árin en opnunartími sérverslana hefur ekki þróast í samræmi,“ segir Úlfar Finsen, eigandi Módern húsgagnaverslunarinnar. „Í dag er mesta traffíkin til okkar á milli klukkan eitt og þrjú á daginn en færri sem koma á milli klukkan fimm og sex.“ 10. maí 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Það sem við höfum verið að sjá erlendis á síðustu 2-3 árum, er að þær nýjungar sem LinkedIn hefur verið að koma með fyrir atvinnulífið hafa skilað því að þetta er einfaldlega orðið aðalmiðillinn þegar kemur að ráðningum og því að hafa forskot í að markaðssetja vinnustaði fyrir hæfileikaríkt fólk.“ Mannauðsdagurinn 2023 verður haldinn á föstudaginn en þetta er stærsti árlegi viðburður stjórnunar og mannauðsmála á Íslandi. Í tilefni Mannauðsdagsins fjallar Atvinnulífið um nýjar áherslur og framtíðina þessum málum tengdum. Markaðs- og mannauðsfólk að tala saman Arnar er meðal fyrirlesara á Mannauðsdeginum á föstudag, en þennan viðburð sóttu 800 manns í fyrra og þá var uppselt. Mannauðsdagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2011 og er nú einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála á Íslandi. Yfirskrift fyrirlesturs Arnars er ,,Markaðssetning á störfum framtíðarinnar,“ enda starfar Arnar við markaðsmál dag frá degi. „Það sem er að gerast svolítið hratt er að markaðsfræðin og mannauðsfræðin eru að tengjast meira en áður. Það er því fullt tilefni til þess að þessi tvö teymi innan fyrirtækja, sem í gegnum tíðina hafa kannski ekkert endilega verið mikið að vinna saman, fari fyrir alvöru að tala saman og móta stefnu um það hvernig vinnustaðurinn ætlar að tryggja sér hæfileikaríkt starfsfólk til framtíðar,“ útskýrir Arnar og bætir þó við að auðvitað eigi þetta markmið einnig við um það að viðhalda starfsfólki til lengri tíma. Arnar segir samkeppni um gott fólk vera orðna það mikla að það að fara að byggja upp vinnustaði sem sterk vörumerki fyrir starfsfólk til framtíðar, sé einfaldlega eitthvað sem rannsóknir styðji að vinnustaðir þurfi að fara að huga betur að. „Við heyrum stundum að því að fyrirtæki sem eru sterk vörumerki fá til sín mikið af umsóknum þegar störf eru auglýst hjá þeim. Ég nefni til dæmis Icelandair eða Símann. Þetta eru fyrirtæki sem eru sýnileg og sterk vörumerki í huga neytenda. Það sama á við um risafyrirtækin erlendis. Stórfyrirtæki eins og Google er til dæmis að fá til sín um þrjár milljónir umsækjenda á ári.“ Markmiðið sé þó ekki að fá sem flestar umsóknir, heldur að vinnustaðir séu að fá hæfileikaríkasta fólkið til þess að sækja um störfin. „Aðdragandinn er hins vegar miklu lengri en sá sem aðeins nær til þess þegar starf er auglýst. Það hvernig fólk er að upplifa fyrirtækið sem vörumerki nær mun lengra aftur og væri bæði hægt að telja í mánuðum og árum. Þegar að því kemur að vinnustaður auglýsir laust starf til umsóknar, mátar fólk sig við starfið og vinnustaðinn miðað við þá ímynd sem það hefur á þeim vinnustað sem er að leita af fólki.“ En getur ekki verið hættulegt að vera með sterka markaðslega ásýnd sem vinnustaður ef innistæðan reynist síðan ekki fyrir hendi innanhús? „Jú að sjálfsögðu,“ svarar Arnar og bætir við: „Þess vegna er svo mikilvægt að mannauðs- og markaðsteymin fari að tala meira saman og vinna meira saman að markaðsmálum og stefnu. Því þarna liggja hagsmunirnir algjörlega saman. Því sama hver varan eða þjónustan er sem fyrirtækin eru að selja, er alltaf eitthvað fólk á bakvið fyrirtækið. Á endanum getur upplifun viðskiptavinarins á vörunni eða þjónustunni því staðið svolítið á því hvernig það upplifir starfsfólkið.“ Arnar segist hafa rýnt í þó nokkuð af rannsóknum þessu til stuðnings. „Ánægður starfsmaður er líklegastur til að veita bestu þjónustuna. Þess vegna er það lykilatriði að vinnustaðurinn standi undir þeim væntingum sem búið er að byggja upp í markaðsvinnunni. Ef þessi innistæða er ekki fyrir hendi, eykst hættan á þjónustufalli sem þýðir að viðskiptavinurinn er einfaldlega ekki nógu ánægður með vöruna eða þjónustuna sem verið er að selja. Hagsmunirnir liggja því alveg saman í ráðningum annars vegar og árangri rekstursins hins vegar.“ Arnar er einn fyrirlesara á Mannauðsdeginum sem haldinn verður á föstudag. Hann segir það mikla samkeppni um starfsfólk framtíðarinnar að mikilvægt sé að markaðs- og mannauðsteymi fyrirtækja fari að vinna meira saman.Vísir/Vilhelm Mælir með myndböndum um vinnustaði Að sögn Arnars er stór hluti viðskiptavina Digido að herja á erlenda markaði eins og Bandríkjunum, Bretlandi, Kanada, Norðurlöndunum og fyrirtæki í Vestur Evrópu. Alls staðar hefur virknin á LinkedIn verið að aukast það hratt og þar eru vinnustaðir að nýta sér auglýsingar LinkedIn til að byggja upp sína ásýnd sem vinnustaður. Lengi vel var lítil virkni á LinkedIn því það var einfaldlega ekki mikið efni á miðlinum. Þetta hefur breyst og vinnustaðir eru farnir að nýta sér tækin og tólin sem þeir bjóða upp á í auglýsingum sem sinn aðal miðil þegar kemur að því að falast eftir hæfu fólki. Ég tel engar líkur á öðru en að notkun á LinkedIn muni springa út á Íslandi á næstu árum. Í erindinu sínu á föstudaginn segist hann ætla að koma aðeins inn á þetta en eins líka að gefa ráðstefnugestum heilræði sem þeir geta nýtt sér strax að loknum fyrirlestri. „Ég nefni sem dæmi myndbönd. Neytendur vilja fá efni til sín í myndbandsformi á meðan ráðningaauglýsingar eru mjög staðlaðar. Ég myndi því alltaf hvetja fyrirtæki til að skoða myndbandsgerð sem endurspeglar þá ásýnd og ímynd sem fyrirtækið vill hafa sem vinnustaður. Ekki aðeins að framleiða auglýsingaefni til að selja vörur og þjónustu.“ Þetta segir Arnar ekki alltaf þurfa að vera mjög flókið eða dýrt og meira að segja sé hægt að skoða hvaða auglýsingar virka best með einföldum A B prófunum. Sem þýðir að markaðsefni er þá búið til með smá áherslumun og síðan er það prófað á einhverjum afmörkuðum hópi, til dæmis á samfélagsmiðlum, hvort útgáfan er að virka sem best: A eða B. „Það eru ýmsir íslenskir vinnustaðir farnir að vinna vel að þessum málum. Ég nefni sem dæmi Isavia. Það er auðvelt að sjá hvernig Isavia er farið að nýta sér markaðssetningu til að gefa fólki innsýn í það hvers konar vinnustaður Isavia er. Sem síðan skilar sér þegar Isavia er að auglýsa eftir fólki árlega, enda stór vinnustaður sem þarf reglulega að manna ný störf.“ Arnar segir rannsóknir sýna að vinnustaður sem nær að byggja sig upp sem sterkt vörumerki, nær ekki aðeins meiri árangri í starfsráðningum heldur einnig því að starfsmannavelta minnkar. „Í fyrirlestrinum mínum fer ég því bæði inn á rannsóknir og fræðilegt efni en einnig praktísk heilræði sem gera fyrirtækjum kleift að skoða strax áherslureytingar í því hvernig þau sinna markaðsstarfinu og huga meira að því sem markaðssetningu fyrir mannaráðningar. Þetta er líka ákveðin breyting fyrir markaðsfólkið, sem til þessa hefur meira verið að horfa á vörur eða þjónustuúrval sem verið er að selja. Með aukinni samkeppni um starfsfólk eru þessi tvö svið hins vegar að krossast það mikið og þess vegna tel ég fulla ástæðu til að mannauðs- og markaðsfólk sameinist í auknum mæli; í samtali og vinnu.“
Starfsframi Tækni Auglýsinga- og markaðsmál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mannauðsmál Tengdar fréttir Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. 4. október 2023 07:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Smiður í mannauðsmálin: „Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina“ „Ég segi fyrir mitt leyti að það hafði ekki tekist í grunnskóla að vekja áhuga minn á einhverju til að stefna á í framhaldsskóla. Ég fór í Verkmenntaskólann á Akureyri eftir grunnskóla en það var eiginlega bara af skyldurækni. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þar,“ segir Daníel Gunnarsson, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech. 19. maí 2023 07:00 Fjölskylduvænni vinnustaður: Hvetur fleiri verslanir til að loka klukkan fimm „Kauphegðun fólks hefur breyst svo mikið síðustu árin en opnunartími sérverslana hefur ekki þróast í samræmi,“ segir Úlfar Finsen, eigandi Módern húsgagnaverslunarinnar. „Í dag er mesta traffíkin til okkar á milli klukkan eitt og þrjú á daginn en færri sem koma á milli klukkan fimm og sex.“ 10. maí 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. 4. október 2023 07:00
„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00
Smiður í mannauðsmálin: „Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina“ „Ég segi fyrir mitt leyti að það hafði ekki tekist í grunnskóla að vekja áhuga minn á einhverju til að stefna á í framhaldsskóla. Ég fór í Verkmenntaskólann á Akureyri eftir grunnskóla en það var eiginlega bara af skyldurækni. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þar,“ segir Daníel Gunnarsson, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech. 19. maí 2023 07:00
Fjölskylduvænni vinnustaður: Hvetur fleiri verslanir til að loka klukkan fimm „Kauphegðun fólks hefur breyst svo mikið síðustu árin en opnunartími sérverslana hefur ekki þróast í samræmi,“ segir Úlfar Finsen, eigandi Módern húsgagnaverslunarinnar. „Í dag er mesta traffíkin til okkar á milli klukkan eitt og þrjú á daginn en færri sem koma á milli klukkan fimm og sex.“ 10. maí 2023 07:01
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02