Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. október 2023 09:00 Maí 1982. Fólk að dansa á Þórscafé. Myndataka fyrir hljómplötuna Í sumarskapi með hljómsveitinni Upplyftingu. Kristjón Haraldsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. Hjónin Ragnar V. Jónsson og Júlíana Erlendsdóttir stofnuðu Þórscafé árið 1946 en í umfjöllun Morgunblaðsins árið 1986 kemur fram að með stofnun staðarins hafi verið brotið blað í sögu skemmtanalífs í Reykjavík. Þau hjón voru á vissan hátt brautryðjendur í veitingahúsarekstri eftirstríðsáranna, þar sem nýr tími kallaði á breytt viðhorf og ferskar hugmyndir. Fyrstu árin var starfsemin til húsa að Laugavegi 105. Árið 1954 byrjaði KK-sextettinn að spila í Þórscafé fimm kvöld vikunnar og átti það stóran þátt í því að staðurinn varð eftirsóttasta danshús borgarinnar. Seinna meir áttu Lúdo og Stefán eftir að taka við og naut sveitin ekki síðri vinsælda. „Opið var á hverju kvöldi — tvisvar í viku voru gömlu dansamir og hin kvöldin nýju dansamir. Mæltist það fyrirkomulag vel fyrir á þessum árum og var yfirleitt fullt hús á hverju kvöldi.“ 1978. Hljómsveitin Lúdó og Stefán í Þórscafé. Stefán Jónsson söngvari.Dagblaðið Vísir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Engar vínveitingar fyrstu árin Árið 1958 flutti Þórscafé í eigið húsnæði að Brautarholti 20. Á nýja staðnum var reksturinn með svipuðu sniði og á þeim gamla. Í grein sem birtist í Þjóðviljanum í júlí árið 1960 segir meðal annars: „Undanfarin ár hafa nýir dansstaðir sprottið upp hér í Reykjavík, hver á fætur öðrum og þeir gömlu hafa smátt og smátt dalað niður og misst sína föstu gesti að mestu. Þó er einn gamall staður, að vísu í nýjum og glæsilegum húsakynnum, sem á sífellt vaxandi vinsældum að fagna, en það er Þórskaffí. Þeir sem þangað koma eru sammála um, að skemmtilegri og betri dansstaður sé vandfundinn, þó víðar væri leitað en hér í Reykjavík .“ KK sextett að spila upp á sviði í Þórscafé á síðari hluta sjötta áratugarins.Pétur Thomsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Samkvæmt lögum á þessum tíma voru hótelin einu staðirnir sem höfðu leyfi til vínveitinga. Þórscafé bauð því ekki upp á vínveitingar fyrr en árið 1976 þegar staðurinn fékk vínveitingaleyfi. Um svipað leyti gekk staðurinn í gegnum miklar breytingar og meðal annars var opnað glæsilegt diskótek á neðri hæðinni. Október 1981. Þórskabarett settur á svið. Hljómsveitin Galdrakarlar ásamt leikurum og skemmtikröftum. Jörundur Guðmundsson, Júlíus Brjánsson og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) t.h. Einnig dansarar úr Íslenska dansflokknum.Emil Þór Sigurðsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Skömmu eftir breytingarnar byrjaði Þórscafé einnig að vera með skemmtidagskrá yfir vetrartímann og muna margir eftir Þórskabarett, með þeim Halla og Ladda. Ungir krakkar, misyndismenn og erlendir sjóliðar Helga Sigþórsdóttir dægurlagasöngkona steig reglulega á svið í Þórscafé á árunum 1969 til 1972 og í pistli á heimasíðu sinni rifjar hún þann tíma: „Þórskaffi var, fyrir tíma Glaumbæjar, vagga þróunartímabils í dægurlagatónlist. Í þessum fábrotna, galopna sal með sviði, dansgólfi og lítilli bareiningu voru að auki eingöngu borð og stólar. Staðurinn var “vínlaus” en inngangeyrir hár ef miðað var við vínveitingastaðina. Í þessu hráa umhverfi þróaðist KK sextettinn og spilaði með söngkonunum Sigrúnu Jónsdóttur og Ellý Vilhjálms. Músikin breyttist og í stað smekklegra útsetninga Ólafs Gauks og Jóns Sigurðssonar kom rokksveitin Lúdó og Stefán og tók við en sú hjómsveit varð vinsælust meðal unga fólksins eftir að KK sextett hætti. Árin liðu, en Þórskaffi hélt vinsældum sínum fyrri part viku, enda eini skemmtistaðurinn sem var opinn til kl.1:00 þau kvöld.“ Helga minnist þess að þeir sem sóttu staðinn fyrri part vikunnar samanstóðu af sjómönnum, sem vildu skemmta sér í landi, leigubílstjórum og öðrum starfshópum, sem unnu um helgar. Þegar erlend herskip komu til Reykjavíkur fylltist staðurinn af sjóðliðum og yfirmönnum. „Þarna voru líka ungir krakkar sem vegna aldurs fengu ekki inngöngu í vínveitingahúsin. Einnig slæddust þarna inn á milli þekktir misyndismenn, sem héldu hópinn og sátu oft við sama borðið innarlega í salnum.“ Þórscafé breyttist og þróaðist eftir tíðarandanum og þegar líða fór undir lok níunda áratugarins voru vinsældir staðarins farnar að dala. Staðnum var lokað árið 1991 og næstu árin var þar Hitt húsið með starfsemi sína. Árið 1998 opnaði annar staður undir nafninu Þórscafé í húsinu, en starfsemin var þó af öðrum toga þar sem um var að ræða nektardansstað. Síðar meir var Baðhús Lindu Pé rekið í húsnæðinu en í dag er þar íbúðarhús. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. 1945. Starfsfólk við barinn á Þórscafé. Stefán H. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Mars 1987, sögulegur fundur Alberts Guðmundssonar og hulduhersins á skemmtistaðnum Þórscafé. Hér er Albert umkringdur fjölmiðlamönnum.Brynjar Gauti Sveinsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Maí 1982. Dansinn dunar á Þórscafé.Kristjón Haraldsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1970-1985. Brautarholt 20 þar sem Þórscafé var til húsa.Dagblaðið Vísir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Innanhússmynd af Þórscafé um 1960. Hér má sjá veitingasalinn og sviðið.Pétur Thomsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 26. júní 1978. Alþýðuflokkurinn með kosningavöku í Þórscafé. Jóhanna Sigurðardóttir og Vilmundur Gylfason fagna kosningasigri flokksins.Gunnar V. Andrésson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1945. Ungt fólk situr við borð á Þórscafé, á borðinu eru drykkir frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Egils appelsín og Egils Bjór (pilsner).Stefán H. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1945. Fólk að dansa á Sundflokkaballi á Þórscafé. Stefán H. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara. Einu sinni var... Reykjavík Ljósmyndun Samkvæmislífið Næturlíf Tengdar fréttir Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20. ágúst 2023 08:00 Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00 Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri? „Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga. 27. ágúst 2023 08:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
Hjónin Ragnar V. Jónsson og Júlíana Erlendsdóttir stofnuðu Þórscafé árið 1946 en í umfjöllun Morgunblaðsins árið 1986 kemur fram að með stofnun staðarins hafi verið brotið blað í sögu skemmtanalífs í Reykjavík. Þau hjón voru á vissan hátt brautryðjendur í veitingahúsarekstri eftirstríðsáranna, þar sem nýr tími kallaði á breytt viðhorf og ferskar hugmyndir. Fyrstu árin var starfsemin til húsa að Laugavegi 105. Árið 1954 byrjaði KK-sextettinn að spila í Þórscafé fimm kvöld vikunnar og átti það stóran þátt í því að staðurinn varð eftirsóttasta danshús borgarinnar. Seinna meir áttu Lúdo og Stefán eftir að taka við og naut sveitin ekki síðri vinsælda. „Opið var á hverju kvöldi — tvisvar í viku voru gömlu dansamir og hin kvöldin nýju dansamir. Mæltist það fyrirkomulag vel fyrir á þessum árum og var yfirleitt fullt hús á hverju kvöldi.“ 1978. Hljómsveitin Lúdó og Stefán í Þórscafé. Stefán Jónsson söngvari.Dagblaðið Vísir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Engar vínveitingar fyrstu árin Árið 1958 flutti Þórscafé í eigið húsnæði að Brautarholti 20. Á nýja staðnum var reksturinn með svipuðu sniði og á þeim gamla. Í grein sem birtist í Þjóðviljanum í júlí árið 1960 segir meðal annars: „Undanfarin ár hafa nýir dansstaðir sprottið upp hér í Reykjavík, hver á fætur öðrum og þeir gömlu hafa smátt og smátt dalað niður og misst sína föstu gesti að mestu. Þó er einn gamall staður, að vísu í nýjum og glæsilegum húsakynnum, sem á sífellt vaxandi vinsældum að fagna, en það er Þórskaffí. Þeir sem þangað koma eru sammála um, að skemmtilegri og betri dansstaður sé vandfundinn, þó víðar væri leitað en hér í Reykjavík .“ KK sextett að spila upp á sviði í Þórscafé á síðari hluta sjötta áratugarins.Pétur Thomsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Samkvæmt lögum á þessum tíma voru hótelin einu staðirnir sem höfðu leyfi til vínveitinga. Þórscafé bauð því ekki upp á vínveitingar fyrr en árið 1976 þegar staðurinn fékk vínveitingaleyfi. Um svipað leyti gekk staðurinn í gegnum miklar breytingar og meðal annars var opnað glæsilegt diskótek á neðri hæðinni. Október 1981. Þórskabarett settur á svið. Hljómsveitin Galdrakarlar ásamt leikurum og skemmtikröftum. Jörundur Guðmundsson, Júlíus Brjánsson og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) t.h. Einnig dansarar úr Íslenska dansflokknum.Emil Þór Sigurðsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Skömmu eftir breytingarnar byrjaði Þórscafé einnig að vera með skemmtidagskrá yfir vetrartímann og muna margir eftir Þórskabarett, með þeim Halla og Ladda. Ungir krakkar, misyndismenn og erlendir sjóliðar Helga Sigþórsdóttir dægurlagasöngkona steig reglulega á svið í Þórscafé á árunum 1969 til 1972 og í pistli á heimasíðu sinni rifjar hún þann tíma: „Þórskaffi var, fyrir tíma Glaumbæjar, vagga þróunartímabils í dægurlagatónlist. Í þessum fábrotna, galopna sal með sviði, dansgólfi og lítilli bareiningu voru að auki eingöngu borð og stólar. Staðurinn var “vínlaus” en inngangeyrir hár ef miðað var við vínveitingastaðina. Í þessu hráa umhverfi þróaðist KK sextettinn og spilaði með söngkonunum Sigrúnu Jónsdóttur og Ellý Vilhjálms. Músikin breyttist og í stað smekklegra útsetninga Ólafs Gauks og Jóns Sigurðssonar kom rokksveitin Lúdó og Stefán og tók við en sú hjómsveit varð vinsælust meðal unga fólksins eftir að KK sextett hætti. Árin liðu, en Þórskaffi hélt vinsældum sínum fyrri part viku, enda eini skemmtistaðurinn sem var opinn til kl.1:00 þau kvöld.“ Helga minnist þess að þeir sem sóttu staðinn fyrri part vikunnar samanstóðu af sjómönnum, sem vildu skemmta sér í landi, leigubílstjórum og öðrum starfshópum, sem unnu um helgar. Þegar erlend herskip komu til Reykjavíkur fylltist staðurinn af sjóðliðum og yfirmönnum. „Þarna voru líka ungir krakkar sem vegna aldurs fengu ekki inngöngu í vínveitingahúsin. Einnig slæddust þarna inn á milli þekktir misyndismenn, sem héldu hópinn og sátu oft við sama borðið innarlega í salnum.“ Þórscafé breyttist og þróaðist eftir tíðarandanum og þegar líða fór undir lok níunda áratugarins voru vinsældir staðarins farnar að dala. Staðnum var lokað árið 1991 og næstu árin var þar Hitt húsið með starfsemi sína. Árið 1998 opnaði annar staður undir nafninu Þórscafé í húsinu, en starfsemin var þó af öðrum toga þar sem um var að ræða nektardansstað. Síðar meir var Baðhús Lindu Pé rekið í húsnæðinu en í dag er þar íbúðarhús. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. 1945. Starfsfólk við barinn á Þórscafé. Stefán H. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Mars 1987, sögulegur fundur Alberts Guðmundssonar og hulduhersins á skemmtistaðnum Þórscafé. Hér er Albert umkringdur fjölmiðlamönnum.Brynjar Gauti Sveinsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Maí 1982. Dansinn dunar á Þórscafé.Kristjón Haraldsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1970-1985. Brautarholt 20 þar sem Þórscafé var til húsa.Dagblaðið Vísir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Innanhússmynd af Þórscafé um 1960. Hér má sjá veitingasalinn og sviðið.Pétur Thomsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 26. júní 1978. Alþýðuflokkurinn með kosningavöku í Þórscafé. Jóhanna Sigurðardóttir og Vilmundur Gylfason fagna kosningasigri flokksins.Gunnar V. Andrésson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1945. Ungt fólk situr við borð á Þórscafé, á borðinu eru drykkir frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Egils appelsín og Egils Bjór (pilsner).Stefán H. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1945. Fólk að dansa á Sundflokkaballi á Þórscafé. Stefán H. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara.
Einu sinni var... Reykjavík Ljósmyndun Samkvæmislífið Næturlíf Tengdar fréttir Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20. ágúst 2023 08:00 Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00 Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri? „Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga. 27. ágúst 2023 08:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20. ágúst 2023 08:00
Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00
Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri? „Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga. 27. ágúst 2023 08:00