Gert að sæta „öruggri gæslu“ eftir vopnað rán Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 11:42 Fram kemur að maðurinn hafi framið ránið grímuklæddur, nánar tiltekið með sóttvarnagrímu. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem framdi vopnað rán þann 22. ágúst 2021 þarf að sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar. Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar.
Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira