Golf

Mcllroy reiddist kylfusveini og elti hann út á bílaplan

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Skjáskot af rifrildi Mcllroy og Joe LaClava
Skjáskot af rifrildi Mcllroy og Joe LaClava

Rory Mcllroy stóð í orðaskiptum við Joe LaCava, kylfusvein Patrick Cantlay, á síðustu holu dagsins í Ryder bikarnum. Atvikið átti sér stað  eftir að Cantlay tókst að setja niður langt pútt og kylfusveinn fagnaði af mikilli innlifun. 

N-Írski kylfingurinn Rory Mcllroy var ósáttur við hegðun kylfusveinsins Joe LaCava. Mcllroy var sjálfur að stilla sér upp fyrir högg þegar kylfusveinninn hélt fagnaðarlátunum áfram, veifaði derhúfu sinni fyrir framan hann og gekk í veg fyrir Mcllroy. Hér má sjá þegar atvikið gerðist úti á velli. 

Mcllroy var alls ekki sáttur með kylfusveininn og væntanlega ósáttur að hafa tapað stigum undir lok dags. Samskipti þeirra á milli héldu áfram út á bílaplan. 

Þrátt fyrir að hafa stolið hálfu stigi undir lokin í dag eru Bandaríkjamenn ennþá vel undir í baráttunni um Ryder bikarinn. Lokadagur mótsins fer fram á morgun og Evrópumenn eru með fimm stiga forskot. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×