Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 19:20 Fréttastofa ræddi við fjölda Venesúelamanna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso. Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso.
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira