Golf

Ryder bikarinn: Jon Rahm hársbreidd frá sögulegri holu í höggi

Siggeir Ævarsson skrifar
Rahm einbeittur
Rahm einbeittur EPA-EFE/ETIENNE LAURENT

Spænski kylfingurinn Jon Rahm var hársbreidd frá því að fara holu í höggi í Ryder bikarnum í dag en aðeins sex kylfingar hafa náð þessum sjaldgæfa árangri á mótinu.

Næstum því drauma höggið kom á 7. braut sem er par þrír hola. Má segja að þetta hafi verið stöngin út en kúlan skaust í kjölfarið lengst í burtu og kláraði Rahm holuna á pari.

Síðasti kylfingurinn til að fara holu í höggi í Ryder bikarnum var Scott Verplank 2006 en Paul Casey gerði slíkt hið sama á sömu holu daginn áður. Hinir eru Peter Butler árið 1973, Nick Faldo 1993, Costantino Rocca og Howard Clark fóru báðir holu í höggi árið 1995 en þó ekki á sömu holu.

Lið Evrópu leiðir Ryder bikarinn eftir fyrsta keppnisdag með nokkrum yfirburðum en keppni hefst á ný undir morgun og hefst útsending frá mótinu kl. 05:30 á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×