Ho(v)la(nd) í höggi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2023 16:01 Viktor Hovland og félagar hans í Ryder-liði Evrópu eiga harma að hefna gegn Bandaríkjunum eftir tapið fyrir tveimur árum. getty/Richard Heathcote Lið Evrópu á von á góðu í Ryder-bikarnum ef marka má spilamennsku Viktors Hovland á æfingahring í dag. Hovland fór nefnilega holu í höggi á fimmtu holu sem er par fjögur hola á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Sem betur fer var kveikt á myndavélunum og höggið ótrúlega náðist því á myndband. Það má sjá hér fyrir neðan. VIKTOR HOVLAND MAKES A HOLE-IN-ONE ON A PAR 4! #TeamEurope pic.twitter.com/OnsEG19UC6— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2023 Hovland og nokkrir liðsfélaga hans fögnuðu afrekinu skiljanlega vel. Þeir vonast þó væntanlega eftir að fagna meira um helgina. Hovland er að fara að keppa í Ryder-bikarnum í annað sinn. Norðmaðurinn þreytti Ryder-frumraun sína fyrir tveimur árum þegar Evrópa laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum, 19-9. Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum á Vodafone Sport. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hovland fór nefnilega holu í höggi á fimmtu holu sem er par fjögur hola á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Sem betur fer var kveikt á myndavélunum og höggið ótrúlega náðist því á myndband. Það má sjá hér fyrir neðan. VIKTOR HOVLAND MAKES A HOLE-IN-ONE ON A PAR 4! #TeamEurope pic.twitter.com/OnsEG19UC6— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2023 Hovland og nokkrir liðsfélaga hans fögnuðu afrekinu skiljanlega vel. Þeir vonast þó væntanlega eftir að fagna meira um helgina. Hovland er að fara að keppa í Ryder-bikarnum í annað sinn. Norðmaðurinn þreytti Ryder-frumraun sína fyrir tveimur árum þegar Evrópa laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum, 19-9. Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum á Vodafone Sport.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira