Skjálftavirkni sem svipar til aðdraganda eldgoss Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 12:54 Frá eldgosinu við Litla Hrút í sumar. Talið er líklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Mikil skjálftavirkni hefur verið vítt og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Tveir jarðskjálftar yfir þrír að stærð urðu með skömmu millibili í gærkvöldi. Annar var við Sandfellshæð, en hinn um þrjátíu kílómetra austar, við Kleifarvatn. Í færslu á Facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segir að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. „Staðbundnar hrinur endast fremur stutt og þær hoppar sífellt á milli staða á skaganum. Á síðustu fjórum dögum hafa hrinur verið í gangi á sex mismunandi stöðum á skaganum sjálfum, auk þess að skjálftar hafa verið að eiga sér stað skammt undan landi við Reykjanestá,“ segir í færslunni. Jafnframt er sagt frá því að landris undir Fagradalsfjalli hafi verið stöðugt frá því gosinu við Litla Hrút lauk í ágúst. „GPS mælir við Festarfjalla, sunnan Fagradalsfjalls, hefur risið um rúmlega 2 cm frá goslokum. Í raun hefur landris verið í gangi meir og minna í nokkur ár, en það virðist einungist staðna rétt á meðan eldgos standa yfir.“ Í byrjun september var greint frá því að sérfræðingar Veðurstofunnar hefðu séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að það styttist í gos en teldi þó að einhverjir mánuðir myndu líða áður en það hæfist. Um það væri þó ömulegt að fullyrða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Tveir jarðskjálftar yfir þrír að stærð urðu með skömmu millibili í gærkvöldi. Annar var við Sandfellshæð, en hinn um þrjátíu kílómetra austar, við Kleifarvatn. Í færslu á Facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segir að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. „Staðbundnar hrinur endast fremur stutt og þær hoppar sífellt á milli staða á skaganum. Á síðustu fjórum dögum hafa hrinur verið í gangi á sex mismunandi stöðum á skaganum sjálfum, auk þess að skjálftar hafa verið að eiga sér stað skammt undan landi við Reykjanestá,“ segir í færslunni. Jafnframt er sagt frá því að landris undir Fagradalsfjalli hafi verið stöðugt frá því gosinu við Litla Hrút lauk í ágúst. „GPS mælir við Festarfjalla, sunnan Fagradalsfjalls, hefur risið um rúmlega 2 cm frá goslokum. Í raun hefur landris verið í gangi meir og minna í nokkur ár, en það virðist einungist staðna rétt á meðan eldgos standa yfir.“ Í byrjun september var greint frá því að sérfræðingar Veðurstofunnar hefðu séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að það styttist í gos en teldi þó að einhverjir mánuðir myndu líða áður en það hæfist. Um það væri þó ömulegt að fullyrða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira