Kaupir helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf. Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2023 10:11 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir að fjárfesting í Ice Fresh Seafood sé gerð í því skyni að styrkja sölu- og markaðsmál félagsins. Vísir/Arnar Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári. Frá þessu segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Þar segir að verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum sé metið 42,9 milljónir evra, um 6,3 milljarðar króna á núvirði, sem jafngildi 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. „Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunnar nemur 32,2 milljónum evra. Samhliða þessum viðskiptum mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á eignarhlutum í erlendum sölufélögum sem fyrirtækið hefur átt í farsælu viðskiptasambandi við undanfarin ár. Um er að ræða helmingshlut í Seagold Ltd. í Bretlandi, 100% eignarhlut í Ice Fresh Seafood SAS í Frakklandi, 67% hlutafjár í Ice Fresh Seafood Spain S.L. og helmingshlut í Aquanor Marketing Inc. í Bandaríkjunum fyrir samtals 13,9 milljónir evra. Verðmæti félaganna fjögurra í þessum viðskiptum er 1,37 sinnum bókfært virði eigin fjár þeirra í árslok 2022. Félögin voru áður hluti af samstæðu Samherja Holding ehf. og unnið hefur verið að viðskiptunum frá því í lok árs 2022. Þá mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á helmingshlut í sölufélaginu Cabo Norte S.A. á Spáni af Síldarvinnslunni fyrir 4,9 milljónir evra. Virði hlutarins byggir á því að verðmæti Cabo Norte S.A. sé 1,3 sinnum bókfært virði eigin fjár félagsins í lok árs 2022. Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Boston Velta Ice Fresh Seafood var 337 milljónir evra árið 2022 og velta erlendu sölufélaganna var 194 milljónir evra. Samanlögð velta að teknu tilliti til sölu milli félaga var 485 milljónir evra. Samanlögð EBITDA félaganna var 6,7 milljónir evra leiðrétt fyrir einskiptis kostnaði hjá Ice Fresh Seafood vegna stríðsins í Úkraínu,“ segir í tilkyhnningunni. Rökrétt framhald Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, að fjárfesting í Ice Fresh Seafood sé gerð í því skyni að styrkja sölu- og markaðsmál félagsins. Þá sé þetta rökrétt framhald af þróun sem hafi átt sér stað innan Síldarvinnslunnar hf. á undanförnum árum og meðal annars birst í kaupum á Vísi hf. í Grindavík á síðasta ári. „Ice Fresh Seafood hefur í mörg ár verið leiðandi í sölu- og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Með þessum viðskiptum er Síldarvinnslan að komast lengra í virðiskeðju sjávarútvegs og nær neytendum þeirra afurða sem við framleiðum. Í því felast ákveðin sóknartækifæri,“ segir í tilkynningunni. Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood.Síldarvinnslan Sterk tengsl Einnig er haft eftir Gústaf Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood, að Síldarvinnslan hafi verið leiðandi framleiðandi uppsjávarafurða á Íslandi í áratugi. „Við hjá Ice Fresh Seafood höfum byggt upp sterk tengsl við fyrirtækið á undanförnum árum með sölu á hluta afurða þess. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi hf. í Grindavík varð Síldarvinnslan jafnframt stór framleiðandi bolfiskafurða. Samband okkar við Vísi hf. nær enn lengra aftur enda höfum við séð um sölu á hluta afurða fyrirtækisins í mörg ár. Við þessi viðskipti öðlast Ice Fresh Seafood ákveðna sérstöðu með aukinni aðkomu að sölu bæði íslenskra bolfisk- og uppsjávarafurða. Það skapar spennandi áskoranir sem við hlökkum til að takast á við,“ seguir Gústaf. Síldarvinnslan Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Þar segir að verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum sé metið 42,9 milljónir evra, um 6,3 milljarðar króna á núvirði, sem jafngildi 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. „Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunnar nemur 32,2 milljónum evra. Samhliða þessum viðskiptum mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á eignarhlutum í erlendum sölufélögum sem fyrirtækið hefur átt í farsælu viðskiptasambandi við undanfarin ár. Um er að ræða helmingshlut í Seagold Ltd. í Bretlandi, 100% eignarhlut í Ice Fresh Seafood SAS í Frakklandi, 67% hlutafjár í Ice Fresh Seafood Spain S.L. og helmingshlut í Aquanor Marketing Inc. í Bandaríkjunum fyrir samtals 13,9 milljónir evra. Verðmæti félaganna fjögurra í þessum viðskiptum er 1,37 sinnum bókfært virði eigin fjár þeirra í árslok 2022. Félögin voru áður hluti af samstæðu Samherja Holding ehf. og unnið hefur verið að viðskiptunum frá því í lok árs 2022. Þá mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á helmingshlut í sölufélaginu Cabo Norte S.A. á Spáni af Síldarvinnslunni fyrir 4,9 milljónir evra. Virði hlutarins byggir á því að verðmæti Cabo Norte S.A. sé 1,3 sinnum bókfært virði eigin fjár félagsins í lok árs 2022. Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Boston Velta Ice Fresh Seafood var 337 milljónir evra árið 2022 og velta erlendu sölufélaganna var 194 milljónir evra. Samanlögð velta að teknu tilliti til sölu milli félaga var 485 milljónir evra. Samanlögð EBITDA félaganna var 6,7 milljónir evra leiðrétt fyrir einskiptis kostnaði hjá Ice Fresh Seafood vegna stríðsins í Úkraínu,“ segir í tilkyhnningunni. Rökrétt framhald Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, að fjárfesting í Ice Fresh Seafood sé gerð í því skyni að styrkja sölu- og markaðsmál félagsins. Þá sé þetta rökrétt framhald af þróun sem hafi átt sér stað innan Síldarvinnslunnar hf. á undanförnum árum og meðal annars birst í kaupum á Vísi hf. í Grindavík á síðasta ári. „Ice Fresh Seafood hefur í mörg ár verið leiðandi í sölu- og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Með þessum viðskiptum er Síldarvinnslan að komast lengra í virðiskeðju sjávarútvegs og nær neytendum þeirra afurða sem við framleiðum. Í því felast ákveðin sóknartækifæri,“ segir í tilkynningunni. Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood.Síldarvinnslan Sterk tengsl Einnig er haft eftir Gústaf Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood, að Síldarvinnslan hafi verið leiðandi framleiðandi uppsjávarafurða á Íslandi í áratugi. „Við hjá Ice Fresh Seafood höfum byggt upp sterk tengsl við fyrirtækið á undanförnum árum með sölu á hluta afurða þess. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi hf. í Grindavík varð Síldarvinnslan jafnframt stór framleiðandi bolfiskafurða. Samband okkar við Vísi hf. nær enn lengra aftur enda höfum við séð um sölu á hluta afurða fyrirtækisins í mörg ár. Við þessi viðskipti öðlast Ice Fresh Seafood ákveðna sérstöðu með aukinni aðkomu að sölu bæði íslenskra bolfisk- og uppsjávarafurða. Það skapar spennandi áskoranir sem við hlökkum til að takast á við,“ seguir Gústaf.
Síldarvinnslan Kaup og sala fyrirtækja Sjávarútvegur Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira