Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. september 2023 19:46 Varasamasta stað Litla Hrauns er ekki að finna innan veggja fangelsisins, heldur í porti utandyra þar sem fangar geta átt von á því að rekast á hvorn annan hvenær sem er. Vísir/Arnar Halldórsson Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta. Ánægður með ríkistjórnina, dómsmálaráðherra og ráðuneytið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Ástæða kátínunnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir og stórtækar umbætur í fangelsismálum sem dómsmálaráðherra boðaði í morgun. Páll segir núverandi umhverfi ömurlegt á Litla Hrauni. Á næstu árum mun nýtt fangelsi rísa í stað þess og aðstæður bæði fanga og starfsfólks batna til mikilla muna. „Fangar munu finna þann mun að þeir munu dvelja í öruggu umhverfi. Það verður erfiðara að dæla fíkniefnum um nýtt fangelsi. Starfsfólkið mun upplifa vinnuumhverfi sem verður mun betra og jafnvel frábært. Aðstaðan hér er til skammar,“ segir Páll. Í morgun var boðað til blaðamannafundar þar sem framkvæmdirnar voru kynntar. Að fundinum loknum var gestum boðið að skoða aðstæðurnar á Litla Hrauni. Brot úr þeirri heimsókn má sjá í fréttinni hér að ofan, en gestum var meðal annars boðið að skoða gamla fangaklefa sem breytt hefur verið í heimsóknarherbergi og skrifstofur sérfræðinga. Óhætt er að segja að aðstæðurnar séu ekki upp á marga fiska. Bakrunnsskoðanir á iðnaðarmönnum Aðspurður um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á daglegt líf á Litla Hrauni, segir Páll að næstu vikur fari í að huga að því. „Það gæti orðið svolítið verkefni. Það verður fjör og nóg um að vera. En ég vona að aðbúnaðurinn verði þolanlegur fyrir alla, sérstaklega þegar fólk veit að þetta tekur enda.“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi í stað Litla Hrauns, en Páll segir iðnaðarmenn ekki geta hagað sér eins og þeir séu að byggja venjulegt hús í iðnaðarhverfi.Vísir/Arnar Halldórsson Framkvæmdir inni á fangelsissvæði geta verið flóknar í framkvæmd. Páll segir að gripið verði til öryggisráðstafanna og bakrunnsskoðanir gerðar á iðnaðarmönnum. „Fólk getur ekki hagað sér eins og það sé að byggja venjulegt hús í íbúðarhverfi. Það er mjög sterkur stjóri sem var ráðinn af framkvæmdasýslunni til að stýra kerfinu, hann hefur gert það mjög vel hingað til og ég veit að hann gerir það áfram.“ Þá segir Páll að hugsanlega verði einhver verkefni tengd framkvæmdunum sem fangarnir geti tekið þátt í, þrátt fyrir að hann eigi síður von á því. Það muni koma í ljós. Verður vonandi betra en Hólmsheiði Páll segir að útlit nýja fangelsisins muni líklega svipa til fangelsisins á Hólmsheiði en hann vonist til að hið nýja verði ennþá betra. Þungar stálhurðar valda miklum hávaða sem geta valdið föngum sálrænum skaða, að sögn forstöðumanns Litla Hrauns. Slíkar hurðar verða ekki í nýju fangelsi. Vísir/Vilhelm „Það verður allavega ekki þannig þegar þú kemur þarna inn að þér líði eins og lífið sé búið. Það verður ekki stál, allt grjóthart og andstyggilegt. Það verður að taka mið af nútímaþekkingu, að umhverfi skipti máli upp á líðan. Umhverfið á að vera þannig að það sé sem minnst þrúgandi og andstyggilegt, eins og það er hér á Litla hrauni. Þá muni þau læra af ákveðnum mistökum sem voru gerð á Hólmsheiði, smávægilegum mistökum eins og breidd ganga. Svo eitthvað varðandi val á öryggisbúnað sem ég ætla nú ekki að gefa of mikið upp um, en við ætlum að læra engu af síður af því. „Torgið“ alræmda Í lok heimsóknar var komið við á „Torginu,“ sem að sögn Páls er hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni. Þar geta fangar átt von á því að rekast á hvorn annan, sem er ekki alltaf heppilegt. „Þeir eiga erindi hér í skóla, í þvottahús, í verslun og svo framvegis, þannig þeir eru að koma úr öllum húsunum og úr öllum áttum. Þannig þetta er staðurinn sem er hvað hættulegastur, þar sem koma til árekstrar, og það gerist mjög reglulega. Þetta leysir húsið ekki fyrir okkur en nýtt hús mun gera það,“ segir Páll. Með betri aðgangsstýringu? „Allt annarri aðgangsstýringu, mjög svipað eins og þetta er á Hólmsheiði. Þar erum við ekki í þessum vandræðum.“ Torgið alræmda má sjá í myndbandinu hér að neðan. Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. 25. september 2023 11:50 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta. Ánægður með ríkistjórnina, dómsmálaráðherra og ráðuneytið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Ástæða kátínunnar eru fyrirhugaðar framkvæmdir og stórtækar umbætur í fangelsismálum sem dómsmálaráðherra boðaði í morgun. Páll segir núverandi umhverfi ömurlegt á Litla Hrauni. Á næstu árum mun nýtt fangelsi rísa í stað þess og aðstæður bæði fanga og starfsfólks batna til mikilla muna. „Fangar munu finna þann mun að þeir munu dvelja í öruggu umhverfi. Það verður erfiðara að dæla fíkniefnum um nýtt fangelsi. Starfsfólkið mun upplifa vinnuumhverfi sem verður mun betra og jafnvel frábært. Aðstaðan hér er til skammar,“ segir Páll. Í morgun var boðað til blaðamannafundar þar sem framkvæmdirnar voru kynntar. Að fundinum loknum var gestum boðið að skoða aðstæðurnar á Litla Hrauni. Brot úr þeirri heimsókn má sjá í fréttinni hér að ofan, en gestum var meðal annars boðið að skoða gamla fangaklefa sem breytt hefur verið í heimsóknarherbergi og skrifstofur sérfræðinga. Óhætt er að segja að aðstæðurnar séu ekki upp á marga fiska. Bakrunnsskoðanir á iðnaðarmönnum Aðspurður um hvort fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á daglegt líf á Litla Hrauni, segir Páll að næstu vikur fari í að huga að því. „Það gæti orðið svolítið verkefni. Það verður fjör og nóg um að vera. En ég vona að aðbúnaðurinn verði þolanlegur fyrir alla, sérstaklega þegar fólk veit að þetta tekur enda.“ Til stendur að byggja nýtt fangelsi í stað Litla Hrauns, en Páll segir iðnaðarmenn ekki geta hagað sér eins og þeir séu að byggja venjulegt hús í iðnaðarhverfi.Vísir/Arnar Halldórsson Framkvæmdir inni á fangelsissvæði geta verið flóknar í framkvæmd. Páll segir að gripið verði til öryggisráðstafanna og bakrunnsskoðanir gerðar á iðnaðarmönnum. „Fólk getur ekki hagað sér eins og það sé að byggja venjulegt hús í íbúðarhverfi. Það er mjög sterkur stjóri sem var ráðinn af framkvæmdasýslunni til að stýra kerfinu, hann hefur gert það mjög vel hingað til og ég veit að hann gerir það áfram.“ Þá segir Páll að hugsanlega verði einhver verkefni tengd framkvæmdunum sem fangarnir geti tekið þátt í, þrátt fyrir að hann eigi síður von á því. Það muni koma í ljós. Verður vonandi betra en Hólmsheiði Páll segir að útlit nýja fangelsisins muni líklega svipa til fangelsisins á Hólmsheiði en hann vonist til að hið nýja verði ennþá betra. Þungar stálhurðar valda miklum hávaða sem geta valdið föngum sálrænum skaða, að sögn forstöðumanns Litla Hrauns. Slíkar hurðar verða ekki í nýju fangelsi. Vísir/Vilhelm „Það verður allavega ekki þannig þegar þú kemur þarna inn að þér líði eins og lífið sé búið. Það verður ekki stál, allt grjóthart og andstyggilegt. Það verður að taka mið af nútímaþekkingu, að umhverfi skipti máli upp á líðan. Umhverfið á að vera þannig að það sé sem minnst þrúgandi og andstyggilegt, eins og það er hér á Litla hrauni. Þá muni þau læra af ákveðnum mistökum sem voru gerð á Hólmsheiði, smávægilegum mistökum eins og breidd ganga. Svo eitthvað varðandi val á öryggisbúnað sem ég ætla nú ekki að gefa of mikið upp um, en við ætlum að læra engu af síður af því. „Torgið“ alræmda Í lok heimsóknar var komið við á „Torginu,“ sem að sögn Páls er hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni. Þar geta fangar átt von á því að rekast á hvorn annan, sem er ekki alltaf heppilegt. „Þeir eiga erindi hér í skóla, í þvottahús, í verslun og svo framvegis, þannig þeir eru að koma úr öllum húsunum og úr öllum áttum. Þannig þetta er staðurinn sem er hvað hættulegastur, þar sem koma til árekstrar, og það gerist mjög reglulega. Þetta leysir húsið ekki fyrir okkur en nýtt hús mun gera það,“ segir Páll. Með betri aðgangsstýringu? „Allt annarri aðgangsstýringu, mjög svipað eins og þetta er á Hólmsheiði. Þar erum við ekki í þessum vandræðum.“ Torgið alræmda má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. 25. september 2023 11:50 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. 25. september 2023 11:50
Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52