15 þúsund skammtar af mat á dag hjá Skólamat í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2023 20:06 Fjöldi fólks mætti til Axels og fjölskyldu í vikunni til að fagna nýja húsnæðinu og velgengni fyrirtækisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtán þúsund matarskammtar fara út á hverjum virkum degi í einu fullkomnasta eldhúsi landsins til leik- og grunnskólabarna á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Vinsælasti maturinn er hakk og spaghettí og grjónagrautur. Hér erum við að tala um fyrirtækið Skólamat í Reykjanesbæ. Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats
Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira