Umfangsmiklar árásir á báða bóga Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 12:16 Barist við eld eftir eldflaugaáras Rússa í bænum Cherkasy. AP/Almannavarnir Úkraínu Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. Í gærkvöldi birtu íbúar víða á Krímskaga myndbönd af drónum og sprengingum sem sáust og heyrðust víðsvegar á svæðinu. Úkraínumenn tilkynntu svo í morgun að árás hefði beinst að Saki-flugstöðinni, þar sem Rússar geyma herþotur og þjálfa drónaflugmenn. Fregnir hafa borist af því að árásin hafi verið stærsta drónaárás Úkraínumanna á Krímskaga hingað til. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort árásin hafi valdið miklum skaða. Fyrr í gær höfðu Úkraínumenn skotið minnst einni Storm Shadow stýriflaug að stjórnstöð Svartahafsflota Rússa á Krímskaga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram í gær að fjórar Storm Shadow stýriflaugar hefðu verið skotnar niður og að stýriflaugarnar hefðu ekki hæft skotmark þeirra. Myndbönd frá því í gær og gervihnattamyndir sem birtar voru í dag, sýna þó að húsið varð fyrir miklum skemmdum og hluti þessi hrundi. Radio Svoboda released first satellite imagery of the atfermath of yesterday's Ukrainian missile strikes on the protected command post of the Russian Black Sea Fleet near Verkhnosadove in the Crimea.https://t.co/bRUvHbPVKt pic.twitter.com/qrl096LKvU— Status-6 (@Archer83Able) September 21, 2023 Árásum Úkraínumanna á Krímskaga hefur farið fjölgandi að undanförnu. Nýlega tókst þeim til að mynda að granda rússnesku herskipi og kafbáti í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Fyrr í mánuðinum gerðu Úkraínumenn svo vel heppnaða árás á loftvarnarkerfi á Krímskaga en þá tókst þeim að lenda hópi sérsveitarmanna á ströndinni nærri loftvarnarnkerfinu. Gerðu árásir á orkuinnviði Skömmu eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Þessum flaugum virðist hafa verið miðað á minnst fimm borgir í landinu. Sjá einnig: Vill taka neitunarvaldið af Rússum Forsvarsmenn Ukrenergo sögðu í dag að árásir Rússa hafðu skemmt orkuinnviði í mið- og vesturhluta Úkraínu. Rafmagnslaust hefði orðið í fimm héruðum landsins. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að Úkraínumenn gætu svarað fyrir sig að þessu sinni. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið,“ sagði Selenskí í viðtali við 60 Minutes, eins og farið var yfir í grein á Vísi í gær. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Í gærkvöldi birtu íbúar víða á Krímskaga myndbönd af drónum og sprengingum sem sáust og heyrðust víðsvegar á svæðinu. Úkraínumenn tilkynntu svo í morgun að árás hefði beinst að Saki-flugstöðinni, þar sem Rússar geyma herþotur og þjálfa drónaflugmenn. Fregnir hafa borist af því að árásin hafi verið stærsta drónaárás Úkraínumanna á Krímskaga hingað til. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort árásin hafi valdið miklum skaða. Fyrr í gær höfðu Úkraínumenn skotið minnst einni Storm Shadow stýriflaug að stjórnstöð Svartahafsflota Rússa á Krímskaga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hélt því fram í gær að fjórar Storm Shadow stýriflaugar hefðu verið skotnar niður og að stýriflaugarnar hefðu ekki hæft skotmark þeirra. Myndbönd frá því í gær og gervihnattamyndir sem birtar voru í dag, sýna þó að húsið varð fyrir miklum skemmdum og hluti þessi hrundi. Radio Svoboda released first satellite imagery of the atfermath of yesterday's Ukrainian missile strikes on the protected command post of the Russian Black Sea Fleet near Verkhnosadove in the Crimea.https://t.co/bRUvHbPVKt pic.twitter.com/qrl096LKvU— Status-6 (@Archer83Able) September 21, 2023 Árásum Úkraínumanna á Krímskaga hefur farið fjölgandi að undanförnu. Nýlega tókst þeim til að mynda að granda rússnesku herskipi og kafbáti í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Fyrr í mánuðinum gerðu Úkraínumenn svo vel heppnaða árás á loftvarnarkerfi á Krímskaga en þá tókst þeim að lenda hópi sérsveitarmanna á ströndinni nærri loftvarnarnkerfinu. Gerðu árásir á orkuinnviði Skömmu eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Þessum flaugum virðist hafa verið miðað á minnst fimm borgir í landinu. Sjá einnig: Vill taka neitunarvaldið af Rússum Forsvarsmenn Ukrenergo sögðu í dag að árásir Rússa hafðu skemmt orkuinnviði í mið- og vesturhluta Úkraínu. Rafmagnslaust hefði orðið í fimm héruðum landsins. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því yfirlýsta markmiði að draga úr baráttuanda úkraínskur þjóðarinnar, þvinga fólk á flótta og fá Úkraínu til að gefast upp. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að Úkraínumenn gætu svarað fyrir sig að þessu sinni. Úkraínumenn hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar drónaárásir í Rússlandi og eru þeir að framleiða eigin dróna sem notaðir eru til þessara árása. „Himininn yfir ykkur er ekki eins vel varinn og þið haldið,“ sagði Selenskí í viðtali við 60 Minutes, eins og farið var yfir í grein á Vísi í gær.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45