Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 30-32 | Mosfellingar unnu nágrannaslaginn. Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. september 2023 18:45 Þorsteinn Leó Gunnarsson og Gunnar Kristinn Þórsson mættu í Grafarholtið. Vísir/Anton Brink Fram tók á móti Aftureldingu í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik 14-12. Afturelding snéri taflinu við á loka mínútum leiksins og uppskar tveggja marka sigur 30-32. Framarar byrjuðu leikinn betur og leiddu með tveimur mörkum um stund. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum voru gestirnir búnir að snúa leiknum sér í vil og leiddu með tveimur mörkum 6-8. Framarar náðu að jafna og koma sér yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Bæði lið áttu klaufalegar lokasóknir og leiddi Fram með tveimur mörkum 14-12 í hálfleik. Framarar mættu áræðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu að auka muninn hægt og rólega. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik leiddu þeir með fjórum mörkum 20-16. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka voru gestirnir búnir að minnka muninn í eitt mark 25-24. Síðustu mínútur leiksins voru algjör flautu konsert og var leikurinn stoppaður í gríð og erg. Það skilaði mikilli fljótfærni hjá báðum liðum og ert það seint uppskrift af fallegum handbolta. Afturelding náði forystunni þegar stutt var til leiksloka og vann að lokum 30-32. Afhverju vann Afturelding? Seiglan í þeim á síðustu mínútum leiksins að ná að snúa þessu við eftir að hafa verið undir bróðurpart leiksins. Þeir þéttu sig varnarlega og fóru að vanda sig betur sóknarlega. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram voru Rúnar Kárason og Tryggvi Garðar Jónsson atkvæðamestir með sex mörk hvor. Þorsteinn Leó Gunnarsson og Árni Bragi Eyjólfsson voru atkvæðamestir í liði Aftureldingar með sjö mörk hvor. Hvað gekk illa? Hvernig Fram leyfði leiknum í raun að renna í sandinn eftir að hafa verið með góð tök lengst af. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 28. september kl 19:30 tekur Afturelding á móti HK. Föstudaginn 29. september kl 19:30 sækir Fram Val heim. Einar Jónsson: „ Þetta voru fyrst og fremst aðrir hlutir sem að skiluðu Aftureldingu þessum tveimur stigum“ Einar var svekktur í leikslok.Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir tveggja marka tap á Aftureldingu í kvöld 30-32. Hann var hins vegar ánægður með strákana og sagði það vera hlutir sem þeir höfðu ekki stjórn á sem orsökuðu tapið. „Við vorum flottir og spiluðum eiginlega allan leikinn virkilega vel. Vörnin var flott og ég get ekki annað en verið ánægður með strákana. Auðvitað hefði ég viljað taka tvö stig en það var við rammann reip í dag, hlutir sem við höfum ekki stjórn á, það var erfitt að eiga við það.“ Hann segir að þreyta hefði verið kominn í mannskapinn varnarlega og að þeir hefðu verið í basli sóknarlega. „Það er nú fyrst og fremst hjá öðrum heldur en okkur. Lykilmenn voru orðnir þreyttir og ég hefði kannski getað róterað meira en breiddin hjá okkur er ekki alveg orðin nógu mikil. Við vorum orðnir þreyttir varnarlega sérstaklega og vorum í basli sóknarlega. Þetta voru fyrst og fremst aðrir hlutir sem að skiluðu Aftureldingu þessum tveimur stigum heldur frammistaða okkar hérna í dag, það er alveg á hreinu.“ Einar vill að strákarnir haldi áfram og ætlar að taka það jákvæða út úr þessum leik. „Við þurfum að halda áfram. Þetta var mikil bæting frá síðustu tveimur leikjum. Mér fannst við gera vel í dag að mörgu leyti. Það er hægt að taka fullt af jákvæðum punktum úr þessum leik og við munum gera það. Við munum halda okkar vegferð og við munum taka það góða úr þessu leik og förum með það í næsta leik, vonandi.“ Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir „Erum ekki ánægðir með frammistöðuna þótt við séum ánægðir með stigin“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var sáttur með seigluna í sínum mönnum er þeir unnu Fram með tveimur mörkum 30-32 í Olís-deild handbolta í kvöld. Afturelding var undir bróðurpart leiksins en steig upp á síðustu mínútum leiksins og uppskar sigurinn. 21. september 2023 21:53
Fram tók á móti Aftureldingu í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik 14-12. Afturelding snéri taflinu við á loka mínútum leiksins og uppskar tveggja marka sigur 30-32. Framarar byrjuðu leikinn betur og leiddu með tveimur mörkum um stund. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum voru gestirnir búnir að snúa leiknum sér í vil og leiddu með tveimur mörkum 6-8. Framarar náðu að jafna og koma sér yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Bæði lið áttu klaufalegar lokasóknir og leiddi Fram með tveimur mörkum 14-12 í hálfleik. Framarar mættu áræðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu að auka muninn hægt og rólega. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik leiddu þeir með fjórum mörkum 20-16. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka voru gestirnir búnir að minnka muninn í eitt mark 25-24. Síðustu mínútur leiksins voru algjör flautu konsert og var leikurinn stoppaður í gríð og erg. Það skilaði mikilli fljótfærni hjá báðum liðum og ert það seint uppskrift af fallegum handbolta. Afturelding náði forystunni þegar stutt var til leiksloka og vann að lokum 30-32. Afhverju vann Afturelding? Seiglan í þeim á síðustu mínútum leiksins að ná að snúa þessu við eftir að hafa verið undir bróðurpart leiksins. Þeir þéttu sig varnarlega og fóru að vanda sig betur sóknarlega. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram voru Rúnar Kárason og Tryggvi Garðar Jónsson atkvæðamestir með sex mörk hvor. Þorsteinn Leó Gunnarsson og Árni Bragi Eyjólfsson voru atkvæðamestir í liði Aftureldingar með sjö mörk hvor. Hvað gekk illa? Hvernig Fram leyfði leiknum í raun að renna í sandinn eftir að hafa verið með góð tök lengst af. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 28. september kl 19:30 tekur Afturelding á móti HK. Föstudaginn 29. september kl 19:30 sækir Fram Val heim. Einar Jónsson: „ Þetta voru fyrst og fremst aðrir hlutir sem að skiluðu Aftureldingu þessum tveimur stigum“ Einar var svekktur í leikslok.Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir tveggja marka tap á Aftureldingu í kvöld 30-32. Hann var hins vegar ánægður með strákana og sagði það vera hlutir sem þeir höfðu ekki stjórn á sem orsökuðu tapið. „Við vorum flottir og spiluðum eiginlega allan leikinn virkilega vel. Vörnin var flott og ég get ekki annað en verið ánægður með strákana. Auðvitað hefði ég viljað taka tvö stig en það var við rammann reip í dag, hlutir sem við höfum ekki stjórn á, það var erfitt að eiga við það.“ Hann segir að þreyta hefði verið kominn í mannskapinn varnarlega og að þeir hefðu verið í basli sóknarlega. „Það er nú fyrst og fremst hjá öðrum heldur en okkur. Lykilmenn voru orðnir þreyttir og ég hefði kannski getað róterað meira en breiddin hjá okkur er ekki alveg orðin nógu mikil. Við vorum orðnir þreyttir varnarlega sérstaklega og vorum í basli sóknarlega. Þetta voru fyrst og fremst aðrir hlutir sem að skiluðu Aftureldingu þessum tveimur stigum heldur frammistaða okkar hérna í dag, það er alveg á hreinu.“ Einar vill að strákarnir haldi áfram og ætlar að taka það jákvæða út úr þessum leik. „Við þurfum að halda áfram. Þetta var mikil bæting frá síðustu tveimur leikjum. Mér fannst við gera vel í dag að mörgu leyti. Það er hægt að taka fullt af jákvæðum punktum úr þessum leik og við munum gera það. Við munum halda okkar vegferð og við munum taka það góða úr þessu leik og förum með það í næsta leik, vonandi.“
Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir „Erum ekki ánægðir með frammistöðuna þótt við séum ánægðir með stigin“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var sáttur með seigluna í sínum mönnum er þeir unnu Fram með tveimur mörkum 30-32 í Olís-deild handbolta í kvöld. Afturelding var undir bróðurpart leiksins en steig upp á síðustu mínútum leiksins og uppskar sigurinn. 21. september 2023 21:53
„Erum ekki ánægðir með frammistöðuna þótt við séum ánægðir með stigin“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var sáttur með seigluna í sínum mönnum er þeir unnu Fram með tveimur mörkum 30-32 í Olís-deild handbolta í kvöld. Afturelding var undir bróðurpart leiksins en steig upp á síðustu mínútum leiksins og uppskar sigurinn. 21. september 2023 21:53
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti