Sport

Meiðslin svo alvarleg að atvikið var ekki endursýnt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chubb er hér sárþjáður á vellinum í nótt. Ferli hans gæti verið lokið.
Chubb er hér sárþjáður á vellinum í nótt. Ferli hans gæti verið lokið. vísir/getty

Einn besti hlaupari NFL-deildarinnar, Nick Chubb, meiddist alvarlega á hné í nótt. Svo viðbjóðsleg voru meiðslin að sjónvarpsstöðvar neituðu að sýna atvikið aftur.

Chubb var þá að spila með liði sínu, Cleveland Browns, gegn Pittsburgh Steelers. Hnéð á honum fór afar illa út úr tæklingu og strax varð ljóst að tímabilið væri búið hjá honum.

Svo slæm voru meiðslin reyndar að menn velta fyrir sér hvort hann muni yfir höfuð eiga afturkvæmt á völlinn.

Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Cleveland leiknum, 22-26, en liðið hefur ekki farið vel af stað í deildinni.

Tveir leikir voru í NFL-deildinni í nótt og í hinum leiknum var það New Orleans Saints sem hafði betur gegn Carolina Panthers, 20-17.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×