Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 20:13 „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl í bréfi til starfsmanna MA. Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu.
Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira