Bauluðu á liðið, klöppuðu fyrir andstæðingnum og heimtuðu endurgreiðslu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 17:00 Kínverjar eru allt annað en sáttir við landsliðið. Fred Lee/Getty Images Kínverska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-0 tap á heimavelli er liðið tók á móti Sýrlandi í vináttulandsleik í gær og stuðningsmenn liðsins virðast vera búnir að fá sig fullsadda á genginu. Kínverska liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki á seinustu tveimur árum og hafa sigrarnir fjórir allir komið gegn þjóðum sem sitja neðar en í 90. sæti á heimslista FIFA. Tapið gegn Sýrlendingum, sem sitja í 94. sæti heimslistans, virðist svo hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum liðsins. Aðeins fjórir mánuðir eru þangað til Asíumótið hefst og tveir mánuðir þar til asíska undankeppnin fyrir HM hefst. Aðeins 12.367 áhorfendur mættu á leik Kína og Sýrlands sem fram fór í Chengdu, en völlurinn tekur um 60.000 manns í sæti. Kínverskir miðlar greindu frá því að stuðningsmenn kínverska liðsins hafi baulað á leikmenn liðsins og að söngvar um endurgreiðslu hafi ómað um völlinn. Þá birtust einnig myndbönd á samfélagsmiðlum af kínverskum stuðninsmönnum klappa fyrir sýrlenska liðinu, en baula á sitt eigið lið í leikslok. After China's 1-0 loss to Syria, Chinese fans in Chengdu booed the Chinese players and applauded the Syrian players. pic.twitter.com/1fRlehHDGN— China Sports Vision 2050 (@CSV2050) September 12, 2023 Þrátt fyrir að vera næst fjölmennasta land heims situr Kína í 80. sæti heimslista FIFA. Þjóðin hefur aðeins einu sinni unnið sér inn sæti á HM, en það var árið 2002. Xi Jinping, forseti landsins, segir þó að Kína eigi að vera búið að halda og vinna heimsmeistaramót fyrir árið 2050. Fótbolti Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira
Kínverska liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki á seinustu tveimur árum og hafa sigrarnir fjórir allir komið gegn þjóðum sem sitja neðar en í 90. sæti á heimslista FIFA. Tapið gegn Sýrlendingum, sem sitja í 94. sæti heimslistans, virðist svo hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum liðsins. Aðeins fjórir mánuðir eru þangað til Asíumótið hefst og tveir mánuðir þar til asíska undankeppnin fyrir HM hefst. Aðeins 12.367 áhorfendur mættu á leik Kína og Sýrlands sem fram fór í Chengdu, en völlurinn tekur um 60.000 manns í sæti. Kínverskir miðlar greindu frá því að stuðningsmenn kínverska liðsins hafi baulað á leikmenn liðsins og að söngvar um endurgreiðslu hafi ómað um völlinn. Þá birtust einnig myndbönd á samfélagsmiðlum af kínverskum stuðninsmönnum klappa fyrir sýrlenska liðinu, en baula á sitt eigið lið í leikslok. After China's 1-0 loss to Syria, Chinese fans in Chengdu booed the Chinese players and applauded the Syrian players. pic.twitter.com/1fRlehHDGN— China Sports Vision 2050 (@CSV2050) September 12, 2023 Þrátt fyrir að vera næst fjölmennasta land heims situr Kína í 80. sæti heimslista FIFA. Þjóðin hefur aðeins einu sinni unnið sér inn sæti á HM, en það var árið 2002. Xi Jinping, forseti landsins, segir þó að Kína eigi að vera búið að halda og vinna heimsmeistaramót fyrir árið 2050.
Fótbolti Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira