Ljósleiðaradeildin: Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld og er ekki spáð titlinum Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 17:00 Lið Atlantic tók stórmeistaratitilinn í fyrra Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Samkvæmt spánni fyrir komandi tímabil munu ríkjandi stórmeistarar í liði Atlantic ekki verja titil sinn en liðið mætir fyrrum liðsfélaga í viðureign sinni gegn Tension í kvöld. „Þetta er Íslandsmótið í CS:GO sem er, leyfi ég mér að segja, stærsti rafíþróttaleikurinn á Íslandi og sá leikur sem á hve mesta hefð í rafíþróttum hér á landi,“ segir Tómas Jóhannsson, sem mun lýsa herlegheitunum í deildinni á Stöð 2 Esports. „Við erum að fara fá frábæra sýningu frá okkar bestu spilurum í þessu leik næstu mánuðina og allt fran á næsta ár.“ Tíu bestu lið landsins mætast nú næstu mánuðina í efstu deild í hefðbundinni deildarkeppni þar sem að öll lið munu spila tvisvar á móti hvort öðru. „Efstu fjögur lið deildarinnar að aflokinni deildarkeppninni tryggja sér beint sæti á stórmeistaramótinu en einnig mun fara fram umspilsmót fyrir restina af liðunum á landinu. Allt í allt í öllum mótum CS:GO hér á landi erum við með um 70 lið að taka þátt. Þetta er orðin risastór íþrótt hér á landi.“ Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Maður er farinn að verða meira var við alvöruna í þessu hjá þeim liðum sem eru að mæta til leiks. Umgjörðin er alltaf að vera betri í kringum þetta sem og hjá liðunum sjálfum.“ Lið Atlantic er ríkjandi stórmeistari í CS:GO, eru meistararnir að fara verja titil sinn? „Í byrjun hvers tímabils hitti ég á leikmenn úr öllum liðum og tek á þeim púlsinn, fæ þá til að spá fyrir um úrslitin á komandi tímabili. Í spánni fyrir komandi tímabil er lið Atlantic spáð 3. sæti. Dusty er spáð titlinum í ár, lið Þórs 2. sæti og svo Atlantic í fyrra. Það hafa mikið af breytingum á sér stað á leikmannamarkaðnum í deildinni milli tímabila. Atlantic missa frá sér tvær helstu stjörnur sínar og þurftu að taka inn nýja leikmenn. Þeim er þó treyst fyrir þriðja sætinu og verður forvitnilegt að sjá hvernig tímabilið þróast.“ Liðaspáin fyrir Ljósleiðaradeildina í CS:GO 2023/2024: Dusty 78 stig Þór 71 stig Atlantic 67 stig Ármann 56 stig Tension 46 stig -7. FH 33 stig (6.-7.) SAGA 33 stig Breiðablik 31 stig ÍA 25 stig ÍBV 11 stig Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Klukkan 19:30 hefst viðureign ríkjandi stórmeistara Atlantic og Tension. Er þar á ferðinni afar áhugaverð viðureign en Tension fengu stjórstjörnu Atlantic yfir til sín í sumarhléinu. Klukkan 20:30 hefst síðan viðureign Ármann og Þór en þar mætast liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar í fyrra. Veislan heldur síðan áfram á fimmtudaginn kemur þegar að þrjár viðureignir verða á dagskrá deildarinnar. Klukkan 19:30 mætast lið Breiðabliks og Dusty. Dusty eru ríkjandi deildarmeistarar og spáð stórmeistaratitlinum í ár en liðið mætir til leiks í ár með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Klukkan 20:30 er á dagskrá viðureign ÍBV og ÍA en liðunum er spáð strembnu gengi í ár. Svo klukkan 21:30 mætast FH og SAGA en liðin fengu nákvæmlega sama stigafjölda í spánni fyrir tímabil í 6.-7. sæti og verður áhugavert að sjá hvort liðið hefur betur á fimmtudaginn. Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Við hefjum beina útsendingu klukkan 19:20. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
„Þetta er Íslandsmótið í CS:GO sem er, leyfi ég mér að segja, stærsti rafíþróttaleikurinn á Íslandi og sá leikur sem á hve mesta hefð í rafíþróttum hér á landi,“ segir Tómas Jóhannsson, sem mun lýsa herlegheitunum í deildinni á Stöð 2 Esports. „Við erum að fara fá frábæra sýningu frá okkar bestu spilurum í þessu leik næstu mánuðina og allt fran á næsta ár.“ Tíu bestu lið landsins mætast nú næstu mánuðina í efstu deild í hefðbundinni deildarkeppni þar sem að öll lið munu spila tvisvar á móti hvort öðru. „Efstu fjögur lið deildarinnar að aflokinni deildarkeppninni tryggja sér beint sæti á stórmeistaramótinu en einnig mun fara fram umspilsmót fyrir restina af liðunum á landinu. Allt í allt í öllum mótum CS:GO hér á landi erum við með um 70 lið að taka þátt. Þetta er orðin risastór íþrótt hér á landi.“ Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Maður er farinn að verða meira var við alvöruna í þessu hjá þeim liðum sem eru að mæta til leiks. Umgjörðin er alltaf að vera betri í kringum þetta sem og hjá liðunum sjálfum.“ Lið Atlantic er ríkjandi stórmeistari í CS:GO, eru meistararnir að fara verja titil sinn? „Í byrjun hvers tímabils hitti ég á leikmenn úr öllum liðum og tek á þeim púlsinn, fæ þá til að spá fyrir um úrslitin á komandi tímabili. Í spánni fyrir komandi tímabil er lið Atlantic spáð 3. sæti. Dusty er spáð titlinum í ár, lið Þórs 2. sæti og svo Atlantic í fyrra. Það hafa mikið af breytingum á sér stað á leikmannamarkaðnum í deildinni milli tímabila. Atlantic missa frá sér tvær helstu stjörnur sínar og þurftu að taka inn nýja leikmenn. Þeim er þó treyst fyrir þriðja sætinu og verður forvitnilegt að sjá hvernig tímabilið þróast.“ Liðaspáin fyrir Ljósleiðaradeildina í CS:GO 2023/2024: Dusty 78 stig Þór 71 stig Atlantic 67 stig Ármann 56 stig Tension 46 stig -7. FH 33 stig (6.-7.) SAGA 33 stig Breiðablik 31 stig ÍA 25 stig ÍBV 11 stig Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Klukkan 19:30 hefst viðureign ríkjandi stórmeistara Atlantic og Tension. Er þar á ferðinni afar áhugaverð viðureign en Tension fengu stjórstjörnu Atlantic yfir til sín í sumarhléinu. Klukkan 20:30 hefst síðan viðureign Ármann og Þór en þar mætast liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar í fyrra. Veislan heldur síðan áfram á fimmtudaginn kemur þegar að þrjár viðureignir verða á dagskrá deildarinnar. Klukkan 19:30 mætast lið Breiðabliks og Dusty. Dusty eru ríkjandi deildarmeistarar og spáð stórmeistaratitlinum í ár en liðið mætir til leiks í ár með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Klukkan 20:30 er á dagskrá viðureign ÍBV og ÍA en liðunum er spáð strembnu gengi í ár. Svo klukkan 21:30 mætast FH og SAGA en liðin fengu nákvæmlega sama stigafjölda í spánni fyrir tímabil í 6.-7. sæti og verður áhugavert að sjá hvort liðið hefur betur á fimmtudaginn. Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Við hefjum beina útsendingu klukkan 19:20.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira