Innlent

Sáu borgar­ískjaka í gær­kvöldi vestur af landinu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Á myndinni er ísjaki. Ekki sá sem sást í gær samt.
Á myndinni er ísjaki. Ekki sá sem sást í gær samt. Vísir/EPA

Borgarísjaki sást í um 80 kílómetra fjarlægð frá Hornströndum í gærkvöldi. 

Borgarísjaki sést vel á ratsjá samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Upplýsingarnar fékk Veðurstofan frá skipi sem var á siglingu í gær. 

Ísjakinn sást í gærkvöldi rétt fyrir klukkan 23 í um 80 kílómetra fjarlægð frá Hornströndum. 

Samkvæmt vef Veðurstofunnar er lítil sem enginn hafísmyndun en takmarkaður hafís við strönd Grænlands samkvæmt DMI.dk. Nánar hér á vef Veðurstofunnar. 

Rauðu þríhyrningarnir merkja borgarís. Kortið er frá Veðurstofunni. Vísir/Veðurstofan

Tengdar fréttir

Lentu þyrlu Gæslunnar á borgar­ís­jaka

Landhelgisgæsla Íslands lenti þyrlu sinni, TF-GNA, á gríðarstórum borgarísjaka sem staðsettur var djúpt norður af Vestfjörðum síðdegis í gær.

Landhelgisgæslan varar við borgarísjaka

Landhelgisgæsla Íslands varar við borgarísjaka sem er um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfnin á varðskipinu Þór sigldi fram hjá ísjakanum um hádegisbil í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×