Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. september 2023 07:01 Ragna M. Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því með tilkomu Pikkoló getur fólk aftur sótt matvörurnar sínar í nærumhverfinu, sem um leið dregur úr umferð. Vísir/Vilhelm „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. Ragna er framkvæmdastjóri og annar af tveimur stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Pikkoló, en með snjalldreifikerfi Pikkoló getur fólk nú pantað matvörur á netinu og sótt þær í nærumhverfið sitt, þar sem Pikkoló er með staðsettar kældar sjálfsafgreiðslustöðvar. Snjalltæknin sem Pikkoló býr yfir, tryggir að kaupandinn geti sjálfur sótt vörur sínar í kældar Pikkoló stöðvar en Ragna segir ávinninginn af Pikkaló líka heilmikinn fyrir verslanir. Fólk sem kaupir matvörur á netinu vill fá vörurnar sendar til sín heim síðdegis, þegar vinnu lýkur. Það er hins vegar ekki mögulegt fyrir verslanir að tryggja heimsendingar til allra á þessum tíma, umferðin ein og sér myndi alltaf sjá til þess að sendlar kæmust ekki nema á örfáa staði á hverjum klukkutíma.“ Með Pikkoló er hins vegar hægt að senda vörur til 80 kaupenda á einum klukkutíma, sem verslanir gætu aldrei með heimsendingarþjónustu heim að dyrum. Og þar sem Pikkoló stöðvarnar eru kældar, er í góðu lagi þótt matvörurnar bíði þar í nokkra tíma þar til kaupandinn kemur og sækir þær. Systur í nýsköpun Ragna stofnaði Pikkoló með systur sinni Kristbjörgu, en hugmyndin að Pikkoló kom þó eiginlega óvart. Því reksturinn sem systurnar fóru af stað með í upphafi og standa að enn, er M/STUDIO, sem er hönnunarstofa sem leggur áherslu á hönnun og framkvæmd sjálfbærra nýsköpunarverkefna. Ragna er með MS í nýsköpun og viðskiptaþróun og BA í sjónrænum samskiptum. Kristbjörg er með BA í iðnhönnun og BS í jarðfræði. Báðar námu þær erlendis, Kristbjörg í Lundi og Ragna í Kaupmannahöfn og San Fransisco í Bandaríkjunum, sem Ragna segir borgir uppfullar af hönnun og nýsköpun. „Síðan gerist það eiginlega óvart ári fyrir Covid er ég að velta þessu fyrir mér með Eldum rétt matarpakkana sem eru svo vinsælir. Þá er hægt að fá heimsenda en þar geta þeir staðið í nokkra klukkustundir áður en fólk kemur heim úr vinnu og fyrir fólk sem býr i fjölbýlishúsum sérstaklega, er það kannski ekki uppáhaldsvalkosturinn,“ segir Ragna. „Ég fór því að velta fyrir mér þeim möguleika að það væru stöðvar sem gætu tekið við þessum sendingum og að þessar stöðvar væru staðsettar í helstu íbúahverfum þannig að fólk gæti komið við og sótt sendinguna sína á leiðinni heim.“ Systurnar nýttu sér aðferðarfræði M/STUDIO, tóku nokkur notendaviðtöl og fóru í greiningavinnu. „Eftir það varð ekki aftur snúið. Því bæði viðskiptavinir og söluaðilar voru hrifnir af hugmyndinni. Fyrir verslanir felst gríðarlegur kostnaður í því að senda hverja pöntun heim til fólks, á sama tíma og þróunin sýnir að æ fleiri vilja versla á netinu.“ Úr varð Pikkoló, sem nú hefur opnað sínar fyrstu stöðvar. Annars vegar við Grósku í Vatnsmýrinni en hins vegar í Breiddinni í Kópavogi. Í haust er áætlað að opna þriðju stöðina en hún verður staðsett við Hlemm. Meðal samstarfsaðila Pikkoló til að byrja með eru Eldum rétt, Food Coop, Fincafresh, Matland, Mabrúka og vínvefverslunin Somm. Hér má sjá hvernig Pikkoló stöð lítur út að innan, en þær eru kældar og aðgengilegar allan sólahringinn. Þegar matvörusendingin er komin í stöðina, fær fólk sendan QR kóða í símann sinn. Þegar fólk mætir í Pikkaló, skannar það kóðann og þá opnast sjálfkrafa hurðin og hólfið sem geymir matvörurnar sem verslaðar voru á netinu. Vísir/Vilhelm Lán í óláni að Covid skall á Þegar systurnar fóru að vinna fyrir alvöru að hugmyndinni, segir Ragna þær hafa verið svo heppnar að komast í samstarf við Byko og KAPP kælikerfi. En Byko hefur útvegað þeim svansvottað hráefni í fjórar Pikkolóstöðvar sem áætlað er að klára að setja upp á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum. „Það hefur verið gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að geta hafið notendaprófanir snemma á meðan snjalldreifikerfið okkar hefur verið í þróun. Einnig höfum við fengið marga styrki en svona styrkir eru líka afar verðmætir fyrir frumkvöðla því oft verða þeir til þess að frumkvöðlar ná að koma hugmyndinni sinni á næsta stig og byrja að prófa þær,“ segir Ragna. Meðal styrkja sem Pikkoló hefur fengið var styrkur frá miðborgarsjóði vorið 2019, Hönnunarsjóði, Frumkvöðla Auði sem er sjóður fyrir konur í nýsköpun og síðar alla helstu Rannís styrkina, þar á meðal, Fræ, Sprota og núna síðast Vöxt frá Tækniþróunarsjóði. Rétt fyrir Covid var ætlunin að gera fyrstu notendaprófanir Pikkoló með stórfyrirtækinu Marel þar sem Pikkoló kæmi með vörur á vinnustað til starfsmanna sem hefðu pantað frá Eldum rétt. „Vildi þá ekki svo illa til að Covid skall á og einmitt þegar við voru má fullu að undirbúa dreifinguna til starfsfólks Marel fæ ég símtal frá almannavörnum sem tilkynnti mér að ég hefði tekið í hendina á fyrsta Covid smiðtaða einstaklngnum hér á landi sem nú væri farin í einangrun. Sem einfaldlega þýddi að við vorum sendar í sóttkví og ekkert annað í stöðunni en að fresta tilrauninni um tvær vikur.“ Sem enduðu með að verða að tveimur árum! „Það jákvæða við Covid ef svo má segja, er hins vegar það að matvörukaup á netinu tók svo mikinn kipp að almennt er talað um að heimsfaraldurinn hafi flýtt fyrir þróun netverslun sem jafngildir 3-5 árum árum,“ segir Ragna og brosir. Ragna segist ekki vita til þess að snjalldreifikerfi Pikkoló eigi sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Þess vegna er framtíðarsýnin sú að Pikkoló fari í útrás á næstu árum. „Enn sem komið er, erum við eingöngu að horfa til heimamarkaðar og okkar markmið er að setja upp 20 stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Við erum líka mikið að horfa á stöðvar fyrir landsbyggðina því víða er staðan sú á smærri íbúasvæðum að verslun á staðnum á undir högg að sækja og er jafnvel ekki í boði nema í fjarlægð. Þar gæti Pikkoló komið sér vel, fólk gæti verslað á netinu og fengið sendingarnar í sinn heimabæ.“ Þá segir Ragna starfsemi Pikkoló einnig mjög umhverfisvæna, því að hún dragi úr umferð. Ragna segir Pikkoló sannkallað fjölskyldufyrirtæki en það voru hún og systir hennar Kristbjörg sem stofnuðu fyrirtækið. Eiginmenn þeirra, Hákon Jónsson (fv.) og Birgir Hákon Hafstein hafa verið ötulir að hjálpa til og meira að segja börnin þegar þess hefur þurft. Allir upp á dekk Ragna segir margt á döfinni hjá Pikkoló næstu mánuði og misseri. Allt miðist við áframhaldandi vöxt á heimamarkaði og síðan að taka skrefið til útlanda. Þar er hugmyndin að byrja á Norðurlöndum en módelið sem Pikkoló er að skoða, er sérleyfismódelið eða það sem kallast ,,franschise“ á ensku. En lífið er ekki bara vinna og þá er næst að spyrja hvernig gangi að vera með nýsköpunarfyrirtæki í þróun og vexti, samhliða því að eiga maka og tvö börn? „Pikkaló er í rauninni þetta ekta fjölskyldufyrirtæki, þar sem allir eru að hjálpast að,“ segir Ragna og hlær. Hún segir engan undanskilinn í fjölskyldunni; makar,börn, systkini og foreldrar hafi öll komið að því að hjálpa til með einum eða öðrum hætti. Þá er eiginmaður Rögnu heilinn á bakvið tæknilausn Pikkoló, en hann heitir Hákon Jónsson, er með doktorspróf í tölfræði og hefur séð um þróun á allri tækniþróun lausnarinnar ásamt tækniteymi Pikkoló. „Það er rosaleg gagnavinnsla fólgin í þessari tækni og ekki annað hægt en að segja að Hákon hafi verið stoð mín og stytta alveg frá byrjun. Stuðningur maka skiptir frumkvöðla oft rosalega miklu máli en ég er ekki frá því að það sé búið að vera hálf galið hvað Hákon hefur nennt að standa í þessu öllu með mér,“ segir Ragna og hlær. Þá segir hún dæturnar þeirra hafa lært heilmikið á þessu stússi móður sinnar. Dæturnar okkar Hákons eru 6 og 12 ára og ég held að þær hafi haft svolítið gaman af því að fylgjast með þessu öllu saman. Og án efa eru þær nú þegar búnar að læra helling um það hvað þarf til þegar verið er að stofna og byggja upp nýtt fyrirtæki.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Samfélagsleg ábyrgð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvöruverslun Tengdar fréttir Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00 „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16. ágúst 2023 07:00 „Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“ „Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. 3. júlí 2023 07:00 „Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Ragna er framkvæmdastjóri og annar af tveimur stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Pikkoló, en með snjalldreifikerfi Pikkoló getur fólk nú pantað matvörur á netinu og sótt þær í nærumhverfið sitt, þar sem Pikkoló er með staðsettar kældar sjálfsafgreiðslustöðvar. Snjalltæknin sem Pikkoló býr yfir, tryggir að kaupandinn geti sjálfur sótt vörur sínar í kældar Pikkoló stöðvar en Ragna segir ávinninginn af Pikkaló líka heilmikinn fyrir verslanir. Fólk sem kaupir matvörur á netinu vill fá vörurnar sendar til sín heim síðdegis, þegar vinnu lýkur. Það er hins vegar ekki mögulegt fyrir verslanir að tryggja heimsendingar til allra á þessum tíma, umferðin ein og sér myndi alltaf sjá til þess að sendlar kæmust ekki nema á örfáa staði á hverjum klukkutíma.“ Með Pikkoló er hins vegar hægt að senda vörur til 80 kaupenda á einum klukkutíma, sem verslanir gætu aldrei með heimsendingarþjónustu heim að dyrum. Og þar sem Pikkoló stöðvarnar eru kældar, er í góðu lagi þótt matvörurnar bíði þar í nokkra tíma þar til kaupandinn kemur og sækir þær. Systur í nýsköpun Ragna stofnaði Pikkoló með systur sinni Kristbjörgu, en hugmyndin að Pikkoló kom þó eiginlega óvart. Því reksturinn sem systurnar fóru af stað með í upphafi og standa að enn, er M/STUDIO, sem er hönnunarstofa sem leggur áherslu á hönnun og framkvæmd sjálfbærra nýsköpunarverkefna. Ragna er með MS í nýsköpun og viðskiptaþróun og BA í sjónrænum samskiptum. Kristbjörg er með BA í iðnhönnun og BS í jarðfræði. Báðar námu þær erlendis, Kristbjörg í Lundi og Ragna í Kaupmannahöfn og San Fransisco í Bandaríkjunum, sem Ragna segir borgir uppfullar af hönnun og nýsköpun. „Síðan gerist það eiginlega óvart ári fyrir Covid er ég að velta þessu fyrir mér með Eldum rétt matarpakkana sem eru svo vinsælir. Þá er hægt að fá heimsenda en þar geta þeir staðið í nokkra klukkustundir áður en fólk kemur heim úr vinnu og fyrir fólk sem býr i fjölbýlishúsum sérstaklega, er það kannski ekki uppáhaldsvalkosturinn,“ segir Ragna. „Ég fór því að velta fyrir mér þeim möguleika að það væru stöðvar sem gætu tekið við þessum sendingum og að þessar stöðvar væru staðsettar í helstu íbúahverfum þannig að fólk gæti komið við og sótt sendinguna sína á leiðinni heim.“ Systurnar nýttu sér aðferðarfræði M/STUDIO, tóku nokkur notendaviðtöl og fóru í greiningavinnu. „Eftir það varð ekki aftur snúið. Því bæði viðskiptavinir og söluaðilar voru hrifnir af hugmyndinni. Fyrir verslanir felst gríðarlegur kostnaður í því að senda hverja pöntun heim til fólks, á sama tíma og þróunin sýnir að æ fleiri vilja versla á netinu.“ Úr varð Pikkoló, sem nú hefur opnað sínar fyrstu stöðvar. Annars vegar við Grósku í Vatnsmýrinni en hins vegar í Breiddinni í Kópavogi. Í haust er áætlað að opna þriðju stöðina en hún verður staðsett við Hlemm. Meðal samstarfsaðila Pikkoló til að byrja með eru Eldum rétt, Food Coop, Fincafresh, Matland, Mabrúka og vínvefverslunin Somm. Hér má sjá hvernig Pikkoló stöð lítur út að innan, en þær eru kældar og aðgengilegar allan sólahringinn. Þegar matvörusendingin er komin í stöðina, fær fólk sendan QR kóða í símann sinn. Þegar fólk mætir í Pikkaló, skannar það kóðann og þá opnast sjálfkrafa hurðin og hólfið sem geymir matvörurnar sem verslaðar voru á netinu. Vísir/Vilhelm Lán í óláni að Covid skall á Þegar systurnar fóru að vinna fyrir alvöru að hugmyndinni, segir Ragna þær hafa verið svo heppnar að komast í samstarf við Byko og KAPP kælikerfi. En Byko hefur útvegað þeim svansvottað hráefni í fjórar Pikkolóstöðvar sem áætlað er að klára að setja upp á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum. „Það hefur verið gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að geta hafið notendaprófanir snemma á meðan snjalldreifikerfið okkar hefur verið í þróun. Einnig höfum við fengið marga styrki en svona styrkir eru líka afar verðmætir fyrir frumkvöðla því oft verða þeir til þess að frumkvöðlar ná að koma hugmyndinni sinni á næsta stig og byrja að prófa þær,“ segir Ragna. Meðal styrkja sem Pikkoló hefur fengið var styrkur frá miðborgarsjóði vorið 2019, Hönnunarsjóði, Frumkvöðla Auði sem er sjóður fyrir konur í nýsköpun og síðar alla helstu Rannís styrkina, þar á meðal, Fræ, Sprota og núna síðast Vöxt frá Tækniþróunarsjóði. Rétt fyrir Covid var ætlunin að gera fyrstu notendaprófanir Pikkoló með stórfyrirtækinu Marel þar sem Pikkoló kæmi með vörur á vinnustað til starfsmanna sem hefðu pantað frá Eldum rétt. „Vildi þá ekki svo illa til að Covid skall á og einmitt þegar við voru má fullu að undirbúa dreifinguna til starfsfólks Marel fæ ég símtal frá almannavörnum sem tilkynnti mér að ég hefði tekið í hendina á fyrsta Covid smiðtaða einstaklngnum hér á landi sem nú væri farin í einangrun. Sem einfaldlega þýddi að við vorum sendar í sóttkví og ekkert annað í stöðunni en að fresta tilrauninni um tvær vikur.“ Sem enduðu með að verða að tveimur árum! „Það jákvæða við Covid ef svo má segja, er hins vegar það að matvörukaup á netinu tók svo mikinn kipp að almennt er talað um að heimsfaraldurinn hafi flýtt fyrir þróun netverslun sem jafngildir 3-5 árum árum,“ segir Ragna og brosir. Ragna segist ekki vita til þess að snjalldreifikerfi Pikkoló eigi sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Þess vegna er framtíðarsýnin sú að Pikkoló fari í útrás á næstu árum. „Enn sem komið er, erum við eingöngu að horfa til heimamarkaðar og okkar markmið er að setja upp 20 stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Við erum líka mikið að horfa á stöðvar fyrir landsbyggðina því víða er staðan sú á smærri íbúasvæðum að verslun á staðnum á undir högg að sækja og er jafnvel ekki í boði nema í fjarlægð. Þar gæti Pikkoló komið sér vel, fólk gæti verslað á netinu og fengið sendingarnar í sinn heimabæ.“ Þá segir Ragna starfsemi Pikkoló einnig mjög umhverfisvæna, því að hún dragi úr umferð. Ragna segir Pikkoló sannkallað fjölskyldufyrirtæki en það voru hún og systir hennar Kristbjörg sem stofnuðu fyrirtækið. Eiginmenn þeirra, Hákon Jónsson (fv.) og Birgir Hákon Hafstein hafa verið ötulir að hjálpa til og meira að segja börnin þegar þess hefur þurft. Allir upp á dekk Ragna segir margt á döfinni hjá Pikkoló næstu mánuði og misseri. Allt miðist við áframhaldandi vöxt á heimamarkaði og síðan að taka skrefið til útlanda. Þar er hugmyndin að byrja á Norðurlöndum en módelið sem Pikkoló er að skoða, er sérleyfismódelið eða það sem kallast ,,franschise“ á ensku. En lífið er ekki bara vinna og þá er næst að spyrja hvernig gangi að vera með nýsköpunarfyrirtæki í þróun og vexti, samhliða því að eiga maka og tvö börn? „Pikkaló er í rauninni þetta ekta fjölskyldufyrirtæki, þar sem allir eru að hjálpast að,“ segir Ragna og hlær. Hún segir engan undanskilinn í fjölskyldunni; makar,börn, systkini og foreldrar hafi öll komið að því að hjálpa til með einum eða öðrum hætti. Þá er eiginmaður Rögnu heilinn á bakvið tæknilausn Pikkoló, en hann heitir Hákon Jónsson, er með doktorspróf í tölfræði og hefur séð um þróun á allri tækniþróun lausnarinnar ásamt tækniteymi Pikkoló. „Það er rosaleg gagnavinnsla fólgin í þessari tækni og ekki annað hægt en að segja að Hákon hafi verið stoð mín og stytta alveg frá byrjun. Stuðningur maka skiptir frumkvöðla oft rosalega miklu máli en ég er ekki frá því að það sé búið að vera hálf galið hvað Hákon hefur nennt að standa í þessu öllu með mér,“ segir Ragna og hlær. Þá segir hún dæturnar þeirra hafa lært heilmikið á þessu stússi móður sinnar. Dæturnar okkar Hákons eru 6 og 12 ára og ég held að þær hafi haft svolítið gaman af því að fylgjast með þessu öllu saman. Og án efa eru þær nú þegar búnar að læra helling um það hvað þarf til þegar verið er að stofna og byggja upp nýtt fyrirtæki.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Samfélagsleg ábyrgð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvöruverslun Tengdar fréttir Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00 „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16. ágúst 2023 07:00 „Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“ „Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. 3. júlí 2023 07:00 „Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00
Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00
„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16. ágúst 2023 07:00
„Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“ „Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. 3. júlí 2023 07:00
„Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23