„Stærsta verkefnið í íslenskri íþróttasögu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2023 10:00 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ. Vísir/Sigurjón Ein stærsta stefnubreyting íslensks íþróttalífs í áraraðir er í farvatninu samkvæmt Vésteini Hafsteinssyni, nýjum afreksstjóra ÍSÍ. Fjármagn frá öllum sviðum þarf hins vegar að fylgja. Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira
Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira