Sport

Grindavík valtaði yfir Augnablik og Fram hafði betur gegn KR

Andri Már Eggertsson skrifar
Grindavík náði í jafntefli gegn Víkingi í kvöld.
Grindavík náði í jafntefli gegn Víkingi í kvöld. Facebooksíða Knattspyrnudeildar UMFG

Lengjudeild kvenna kláraðist í dag með heilli umferð. Grindavík valtaði yfir Augnablik, Fram hafði betur gegn KR og FHL gerði jafntefli gegn Aftureldingu.

Það var markasúpa á Kópavogsvelli þegar Grindavík valtaði yfir Augnablik 0-7. Augnablik endar tímabilið í neðsta sæti með aðeins 4 stig.

KR sem var fallið fyrir umferðina tapaði í Úlfarsárdalnum gegn Fram 3-2. Pálmi Rafn Pálmason tók við KR á miðju tímabili og framlengdi sammning sinn til þriggja ára á dögunum. Þetta er annað tímabilið í röð sem KR fer niður um deild.

 

FHL og Afturelding gerðu 3-3 jafntefli. Gestirnir komust yfir en Natalie Colleen Cooke svaraði með tveimur mörkum fyrir FHL. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli og bæði lið munu leika í Lengjudeild kvenna á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×