Gleðin við völd í Hrunaréttum og ánægja með lömbin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2023 20:31 Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna. Hann segir að gleðin hafi verið við völd í réttunum eins og svo oft áður. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið í Hrunamannahreppi létu ekki rigningu og leiðindaveður í morgun trufla sig í réttarstörfum í Hrunarétt skammt frá Flúðum, þar sem voru um þrjú þúsund og fimm hundruð fjár. “Mikill hátíðisdagurinn í sveitinni” segir sveitarstjórinn. Það var að sjálfsögðu flaggað í réttunum í morgun, sem hófust klukkan 10:00 og stóðu fram yfir hádegi. Veðrið hefði getað verið mun betra en bændur og þeirra fólk létu það nú ekki hafa áhrif á sig. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér er gleðin við völd. Lömbin líta ágætlega út en eru auðvitað svolítið niðurringd eftir nóttina og síðasta dag en þau líta mjög vel út,” segir Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi og fjallkóngur Hrunamanna. „Hrunamenn eru mjög ánægðir með daginn enda er þetta mikill hátíðisdagur. Þetta er svona einn af þessum stórum hátíðisdögum enda er gefið frí í skólanum og leikskólanum þannig að það geti allir komið og notið,” segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps lét sig ekki vanta í réttirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf fjör í réttunum enda mikið um að vera. Lömbin eru allt í lagi en ekkert of væn en ég held að það sleppi til,“ segir Þorsteinn Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Sigurður Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum mætti með tvo Breta í réttirnar, sem hafa unnið mikið fyrir landbúnaðinn þar í landi en ákváðu að koma til Íslands til að kynna sér íslenska sauðféð og réttarstemminguna. Helgi mun verja tíma með þeim um helgina og fara með þá í fleiri réttir. Helgi S. Haraldsson með Bretana, sem eru hér á landi til að kynna sér íslensku sauðkindina og allt það helsta í kringum hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttirnar gengu mjög vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera mun, mun betra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það var að sjálfsögðu flaggað í réttunum í morgun, sem hófust klukkan 10:00 og stóðu fram yfir hádegi. Veðrið hefði getað verið mun betra en bændur og þeirra fólk létu það nú ekki hafa áhrif á sig. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér er gleðin við völd. Lömbin líta ágætlega út en eru auðvitað svolítið niðurringd eftir nóttina og síðasta dag en þau líta mjög vel út,” segir Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi og fjallkóngur Hrunamanna. „Hrunamenn eru mjög ánægðir með daginn enda er þetta mikill hátíðisdagur. Þetta er svona einn af þessum stórum hátíðisdögum enda er gefið frí í skólanum og leikskólanum þannig að það geti allir komið og notið,” segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps lét sig ekki vanta í réttirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf fjör í réttunum enda mikið um að vera. Lömbin eru allt í lagi en ekkert of væn en ég held að það sleppi til,“ segir Þorsteinn Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Sigurður Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum mætti með tvo Breta í réttirnar, sem hafa unnið mikið fyrir landbúnaðinn þar í landi en ákváðu að koma til Íslands til að kynna sér íslenska sauðféð og réttarstemminguna. Helgi mun verja tíma með þeim um helgina og fara með þá í fleiri réttir. Helgi S. Haraldsson með Bretana, sem eru hér á landi til að kynna sér íslensku sauðkindina og allt það helsta í kringum hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttirnar gengu mjög vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera mun, mun betra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira