Fótbolti

Reknir af tökustað í Lúx þegar hitað var upp fyrir leikinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi tökustaður var ólöglegur. Því urðu menn að færa sig um set.
Þessi tökustaður var ólöglegur. Því urðu menn að færa sig um set. Vísir/sigurður

Ísland mætir Lúxemborg í undankeppni EM í kvöld á Stade de Luxemborg vellinum. Leikurinn hefst klukkan 18:45. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18:00.

Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason settust niður í morgun og ræddu leikinn sem framundan er. Þeir fóru vel yfir mögulegt byrjunarlið, ræddu völlinn í Lúxemborg sem er einstaklega fallegt mannvirki.

Eitt atvik setti svip sinn á upptöku þáttarins en þremenningarnir fengu að heyra það frá konu sem býr í borginni, þeir voru nefnilega staddir á einkalóð og voru reknir í burtu. Þátturinn er því tekinn upp á tveimur stöðum eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Hitað upp fyrir Ísland - Lúxemborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×