Fótbolti

Væri gaman að setja afmælisþrennu gegn Lúxemborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann skoraði þrennu gegn Sviss 7.sept árið 2013.
Jóhann skoraði þrennu gegn Sviss 7.sept árið 2013.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur, við megum ekki tapa og þurfum að sækja þrjú stig ef við ætlum að taka þátt í þessum riðli, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins en liðið mætir Lúxemborg ytra í kvöld og það í undankeppni EM.

 Leikurinn fer af stað klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

„Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu og þurfum að koma okkur úr henni eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhann en nánast upp á dag eru liðin tíu ár frá því að Jóhann Berg skoraði þrenna gegn Sviss í 4-4 jafntefli í Bern. Hann man vel eftir þeim degi.

 

„Það væri gaman að setja þrennu aftur. Ég verð að viðurkenna að ég horfði á þrennuna aftur en ég vill bara hjálpa liðinu eins og ég get í leiknum,“ segir Jóhann og bætir við að hann er í fínu standi og fullfrískur.

Klippa: Væri gaman að gera afmælisþrennu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×