Formúla 1

Vinur Schumachers segir stöðu hans von­lausa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Schumacher er goðsögn í Formúlu 1.
Michael Schumacher er goðsögn í Formúlu 1. getty/Clive Mason

Vinur Michaels Schumacher segir engar líkur á að ökuþórinn fyrrverandi nái aftur heilsu.

Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi fyrir áratug og lítið er vitað um ástand hans.

Sumir vinir og fjölskyldumeðlimir hafa heldur ekki fengið að vita um ástand hans til að forðast að upplýsingar leki til fjölmiðla.

Fréttir af ástandi Schumachers eru sjaldgæfar en nú hefur vinur hans, Formúlu 1 blaðamaðurinn Roger Benoit, tjáð sig um það, er hann var spurður hvort hann gæti gefið einhverjar upplýsingar um Þjóðverjann.

„Nei, það er aðeins eitt svar við þessari spurningu og það er það sem Mick sonur hans kom með í viðtali í fyrra: Ég gæfi allt fyrir að tala við pabba,“ sagði Benoit.

„Þessi setning segir allt um það hvernig faðir hans hefur haft það í rúmlega 3500 daga. Staðan er vonlaus.“

Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 á sínum tíma. Það var lengi vel met þar til Lewis Hamilton jafnaði það fyrir þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×