Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2023 10:25 Fjallað var um uppátæki Benedikts árið 1987. Eftirmálarnir voru minni en hjá Elissu og Anahitu. Þjóðleikhúsið Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við
Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira