Innlent

Sjáðu konurnar koma niður eftir 33 tíma dvöl

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Anahita var fegin þegar hún fékk loksins að drekka vatn.
Anahita var fegin þegar hún fékk loksins að drekka vatn. Vísir/Arnar

Þær Anahita Babei og Elissa Bijou komu niður úr möstrum hval­veiði­skipanna Hvals 8 og Hvals 9 á þriðja tímanum í dag. Þar höfðu þær verið í 33 tíma til að mót­mæla fyrir­huguðum hval­veiðum Hvals en þær voru fluttar á brott í lög­reglu­bíl.

Anahita fór fyrst niður úr tunnunni klukkan 14:13. Hún hafði verið án vatns og matar frá því snemma í gær­morgun. Lög­regla hafði tekið vistir af henni en þegar niður var komið fékk hún vatns­sopa frá lög­reglu.

Rúmum tuttugu mínútum síðar fór Elissa niður. Mannskari við höfnina fagnaði þeim báðu minni­lega þegar þær komu niður. Áður hefur Val­gerður Árna­dóttir, tals­konar hvala­vina, gagn­rýnt það í sam­tali við frétta­stofu að konurnar hafi verið fluttar á brott í lög­reglu­bílum frekar en í sjúkra­bíl.

Val­gerður telur þær stöllur hafa bjargað fjórum hvölum með að­gerðum sínum. Starfs­menn Hvals eru nú um borð í bátunum og hafa vélarnar verið ræstar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×