Vilja sæti við borðið: „Gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 11:31 Ísak Ernir Kristinsson er formaður samningsnefndar KKDÍ. Vísir/Steingrímur Dúi Körfuboltadómarar á Íslandi hafa lagt niður störf og munu ekki dæma meistaraflokksleiki þangað til að Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, mætir launakröfum þeirra. Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið Körfubolti Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið
Körfubolti Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira