Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:07 Tvennum sögum fer af því hvort reynt hafi verið að stela tösku Hannesar í Leifsstöð í gær eða hún tekin í misgripum. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. „Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið. Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið.
Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira