Fótbolti

Riðlar Evrópu­deildarinnar: Liver­pool til Frakk­lands | Brig­hton fær verðugt verk­efni

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Liverpool á Anfield á yfirstandandi tímabili
Frá leik Liverpool á Anfield á yfirstandandi tímabili Vísir/EPA

Dregið var í riðla­­keppni Evrópu­­deildarinnar í fót­­bolta núna í morgun en lið úr ensku úr­­vals­­deildinni á borð við Liver­pool, West Ham United og Brig­hton voru í pottinum á­­samt öðrum vel þekktum liðum úr Evrópu­­boltanum. Sevilla er ríkjandi Evrópu­­deildar­­meistari eftir sigur gegn Roma í úr­­slita­­leik síðasta tíma­bils.

Dregið var í riðla við hátíðlega athöfn í Mónakó og ætla má að augu fótboltaáhugafólks hafi beinst að því hver leið Liverpool yrði

Liverpool dróst í E-riðil og mætir þar LASK frá Austurríki, Union SG frá Belgíu og Toulouse frá Frakklandi

Brighton fær heldur betur verðugt verkefni í riðlakeppninni þar sem að liðið verður í B-riðli með Ajax frá Hollandi, Marseille frá Frakklandi og  AEK frá Grikklandi

West Ham United dróst í A-riðil og mun liðið þar mæta Olympiacos frá Grikklandi, Freiburg frá Þýskalandi og  TSC Backa Topola.

Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í gríska liðinu Panathinaikos verða í F-riðli og munu þar mæta Villarreal frá Spáni, Stade Rennais frá Frakklandi og Maccabi Haifa frá Ísrael.

Þá munu Valgeir Lunddal og félagar hans í sænska liðinu BK Hacken mæta Bayer Leverkusen, Qarabag og Molde í H-riðli.

Riðlar Evrópudeildarinnar:

A-riðill: West Ham United, Olympiacos, Freiburg, TSC Backa Topola

B-riðill: Ajax, Marseille, Brighton, AEK 

C-riðill: Rangers, Real Betis, Sparta Prag, Aris Limassol

D-riðill: Atalanta, Sporting CP, Sturm Graz, Raków

E-riðill: Liverpool, LASK, Union SG, Toulouse

F-riðill: Villarreal, Stade Rennais, Maccabi Haifa, Panathinaikos

G-riðill: Roma, Slavía Prag, Sheriff Tiraspol, Servette 

H-riðill: Bayer Leverkusen, Qarabag, Molde, BK Hacken

Riðlakeppnin í Evrópudeildinni hefst þann 21.september næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×