Fótbolti

Breiða­blik í sögu­legum B-riðli í Evrópu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Breiðabliks fagna sigrinum á Struga og sætinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Leikmenn Breiðabliks fagna sigrinum á Struga og sætinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/hulda margrét

Breiða­blik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í B-riðil riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu en dregið var nú rétt í þessu í Mónakó.

Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í riðla í Sambandsdeild Evrópu þar sem Breiðablik var í pottinum.

Um sögu­legan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var ís­lenskt lið í pottinum. Breiða­blik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karla­liða í fó­bolta, sæti í riðla­keppni í Evrópu­keppni eftir 2-0 sigur í ein­vígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu.

Dregið var í riðlana í Móna­kó en spennan var mikil á Kópa­vogs­velli þar sem leik­menn og þjálfarar Breiða­bliks voru saman­komnir til þess að fylgjast með þessari sögu­legu stund fyrir ís­lenska knatt­spyrnu.

Svo fór að Breiðablik dróst í B-riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk

Frændur okkar frá Færeyjum í KÍ Klaksvík, sem eru einnig í fyrsta skipti í Evrópukeppni drógust í A-riðil með Lille, Slovan Bratislava.

Riðlar Sambandsdeildar Evrópu:

A-riðill: Lille, Slovan Bratislava, Olimpia Ljubljana, KÍ Klaksvík

B-riðill: Gent, Maccabi Tel Aviv, Zorya Luhansk, Breiðablik

C-riðill: Dinamo Zagreb, Viktoria Plzen, Astana, FC Ballkani

D-riðill: Club Brugge, Bodo/Glimt, Besiktas, Lugano

E-riðill: AZ Alkmaar, Aston Villa, Legia, HSK Zrinjski

F-riðill: Ferencvaros, Fiorentina, Genk, Cukaricki

G-riðill: Frankfurt, PAOK, HJK, Aberdeen

H-riðill: Fenerbache, Ludogorets, Spartak Trnava, Nordsjælland

Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar hefst 21. september og lýkur 14. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×