„Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 29. ágúst 2023 21:01 Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, harmar gagnrýni á fyrirtækið. Vísir/Einar Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“ Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“
Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira