Fótbolti

Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luis Rubiales hefur verið settur af sem forseti spænska knattspyrnusambandsins vegna framkomu sinnar eftir úrslitaleik HM kvenna.
Luis Rubiales hefur verið settur af sem forseti spænska knattspyrnusambandsins vegna framkomu sinnar eftir úrslitaleik HM kvenna. getty/Royal Spanish Football Federation

Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið.

FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, setti Rubiales í níutíu daga bann frá afskiptum af fótbolta eftir að Jennifer Hermoso greindi frá því að hún hefði ekki veitt samþykki fyrir rembingskossinum sem hann rak henni eftir úrslitaleik HM.

Þótt haukunum í horni Rubiales fækki óðum stendur mamma hans, Ángeles Béjar, enn þétt við bakið á stráknum sínum.

Samkvæmt fréttum á Spáni hefur mamman gripið til táknrænna mótmælaaðgerða til að sýna Rubiales stuðning. Hún hefur nefnilega lokað sig inni í kirkju og er komin í hungurverkfall þangað til lausn finnst á því sem hún kallar nornaveiðar gegn syni sínum.

Mamman hvetur Hermoso til að segja sannleikann og halda sig við útgáfu sögunnar sem hún sagði í byrjun, að kossinn hefði verið með samþykki beggja aðila. Spænska knattspyrnusambandið setti þá yfirlýsingu í loftið án þess að Hermoso væri með í ráðum.

Rubiales hélt mikla varnarræðu á fundi spænska knattspyrnusambandsins á föstudaginn þar sem hann sagði gagnrýnendum sínum til syndanna. Spænska knattspyrnusambandið studdi við bakið á Rubiales og sakaði Hermoso um lygar. En svo blandaði FIFA sér í málið.


Tengdar fréttir

Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning

Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins.

Annar krísufundur framundan hjá Spánverjum

Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til annars krísufundar á morgun vegna málefna forsetans Luis Rubiales. Forsetinn neitar að hætta en FIFA hefur dæmt hann í þriggja mánaða bann.

Sakar Jenni Hermoso um lygar

Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið.

Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni

Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins.

Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás

Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn.

Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu

Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál.

Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn

Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum.

Tjáir sig á ný um rembings­kossinn heims­­fræga

Jenni­fer Her­mos­o, leik­maður spænska lands­liðsins í fótbolta, segir að rembings­koss sem hún fékk á munninn frá for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins hafi að­eins verið hans leið til að sýna ást­úð sína í kjöl­far þess að Spán­verjar tryggðu sér heims­meistara­titil kvenna í fót­bolta. Hún gerir lítið úr at­vikinu í yfir­lýsingu sem barst AFP frétta­veitunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×