Erlent

Nær átta­tíu hand­teknir fyrir í­kveikjur tengdar gróður­eldunum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Nítján lík fundust á víðavangi í Evros-héraði í Grikklandi eftir eldana fyrr í vikunni. Talið er að um flóttafólk sé að ræða. Smalamaður í Boeotia-héraði varð eldunum einnig að bráð á mánudag.
Nítján lík fundust á víðavangi í Evros-héraði í Grikklandi eftir eldana fyrr í vikunni. Talið er að um flóttafólk sé að ræða. Smalamaður í Boeotia-héraði varð eldunum einnig að bráð á mánudag. EPA

Grísk yfirvöld hafa handtekið 79 manns vegna tilrauna til íkveikja sem tengjast gróðureldunum sem nú loga víða um landið. Eldarnir sem loga nærri hafnarborginni Alexandroupolis eru þeir stærstu sem hafa orðið innan Evrópusambandsins.

Vassilis Kikilias, almannavarnaráðherra Grikklands segir að nokkrar tilraunir til íkveikja elda hafi verið gerðar, í samtali við BBC. Síðast á Parintha-fjalli, norðvestan Aþenu.

Kikilas segir að eldarnir ógni skógum, landsvæði og umfram allt mannslífum. „Þið eruð að fremja glæp gegn landinu okkar,“ segir Kikilas. „Þið komist ekki upp með það, þið verðið dregin til ábyrgðar.“

Gróðureldar loga enn á yfir hundrað stöðum í Grikklandi en tuttugu manns hið minnsta hafa hafa látið lífið í eldunum. 

Talið er að um 380 ekrur hafi orðið eldunum að bráð í Evros-héraði en eldar loga víðar í landinu og tugþúsundir hafa meðal annars verið hvattir til að yfirgefa úthverfið Ano Liosia, norðvestur af Aþenu.

Íkveikjurnar eru í rannsókn hjá lögreglunni í Grikklandi. Talsmaður gríska ríkisins segir að 140 handtökur hafi átt sér stað í tengslum við eldana, þar af 79 tengdar íkveikjum.


Tengdar fréttir

Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland

Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga.

Skógareldar ógna grísku eyjunum

Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×