Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2023 14:01 Erlendir miðlar hafa eftir sérfræðingum að uppátæki á borð við #eggprank geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar traust barnsins á foreldrum sínum. Getty Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu. Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira