„Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2023 14:01 Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum. vísir/jóhann Knattspyrnudeild ÍBV harmar framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Val í Bestu deild kvenna í lok síðasta mánaðar. ÍBV fékk hundrað þúsund króna sekt vegna ókvæðisorða sem nokkrir stuðningsmenn liðsins létu rigna yfir annan aðstoðardómara leiksins. Eyjamenn ætla að endurskoða verkferla hjá sér og vonast til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Í skýrslu dómara leiksins kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og ausið yfir hann fúkyrðum. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því við gæsluna á vellinum að stuðningsmennirnir orðljótu yrðu fjarlægðir eða beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ átti ÍBV upphaflega að fá tvö hundruð þúsund króna sekt en hún var lækkuð um hundrað þúsund krónur vegna greinargerðar sem ÍBV sendi frá sér og viðbragða félagsins. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um málið með því að smella hér. „Við svöruðum KSÍ að við hefðum brugðist við með því að gæslan hafi talað við þessa aðila. Hún brást rétt við, allavega við því sem dómaratríóið bað um. Við töldum okkur gera það sem þeir báðu okkur um að aðhafast í þessu máli,“ sagði Óskar Snær Vignisson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í dag. Eyjamenn ætla að kanna hvað þeir geta gert betur eftir uppákomuna í leiknum gegn Valskonum. „Við ætlum að endurfara verkferla og sjá hvað við getum gert til að svona hlutir komi ekki aftur fyrir. Það er leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir og að sjálfsögðu hörmum við þetta. Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar. Að sjálfsögðu endurskoðum við þessa hluti hjá okkur,“ sagði Óskar. „Við höfum tekið spjallið innan félagsins og nafngreinum enga aðila,“ bætti Óskar við, aðspurður hvort knattspyrnudeild ÍBV vissi hverjir hinir seku væru. En kemur til greina að setja sóðakjaftana í heimaleikjabann? „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með það. Við erum bara að endurskoða þessa hluti og tökum ákvörðun um þetta innan félagsins,“ svaraði Óskar. Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Í skýrslu dómara leiksins kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og ausið yfir hann fúkyrðum. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því við gæsluna á vellinum að stuðningsmennirnir orðljótu yrðu fjarlægðir eða beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ átti ÍBV upphaflega að fá tvö hundruð þúsund króna sekt en hún var lækkuð um hundrað þúsund krónur vegna greinargerðar sem ÍBV sendi frá sér og viðbragða félagsins. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um málið með því að smella hér. „Við svöruðum KSÍ að við hefðum brugðist við með því að gæslan hafi talað við þessa aðila. Hún brást rétt við, allavega við því sem dómaratríóið bað um. Við töldum okkur gera það sem þeir báðu okkur um að aðhafast í þessu máli,“ sagði Óskar Snær Vignisson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í dag. Eyjamenn ætla að kanna hvað þeir geta gert betur eftir uppákomuna í leiknum gegn Valskonum. „Við ætlum að endurfara verkferla og sjá hvað við getum gert til að svona hlutir komi ekki aftur fyrir. Það er leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir og að sjálfsögðu hörmum við þetta. Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar. Að sjálfsögðu endurskoðum við þessa hluti hjá okkur,“ sagði Óskar. „Við höfum tekið spjallið innan félagsins og nafngreinum enga aðila,“ bætti Óskar við, aðspurður hvort knattspyrnudeild ÍBV vissi hverjir hinir seku væru. En kemur til greina að setja sóðakjaftana í heimaleikjabann? „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með það. Við erum bara að endurskoða þessa hluti og tökum ákvörðun um þetta innan félagsins,“ svaraði Óskar.
Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira