Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2023 13:00 Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins segir mikla þörf vera fyrir þjónustu hersins við þá sem minnst mega sín. Stöð 2/Sigurjón Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. Alls koma saman 23 félagasamtök í húsnæði Hjálpræðishersins klukkan 17 í dag þar sem ræða á málefni flóttafólks sem svipt hefur verið rétti á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra hefur staðfest komu sína á fundinn en ekki dómsmálaráðherra. Allir þingmenn fengu boð á fundinn. Hægt verður að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi. „Ég vona að það fólk sem sér um þennan málaflokk finni hjá sér vilja til að mæta,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Alls eru, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra, um 200 einstaklingar hér á landi sem hafa fengið endanlega synjun. Um 150 eru á undanþágu og enn í þjónustu en 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu og hafa í kjölfarið 30 daga til að fara af landi brott í samvinnu við stjórnöld. Á meðan þau bíða þess geta þau dvalið í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Alls hafa um tíu einstaklingar farið í samvinnu við stjórnvöld af landi brott en meirihluti þeirra sem hefur verið tilkynnt um niðurfellingu hefur annað hvort látið sig hverfa úr þjónustu eða vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni þar sem þau mega vera í 30 daga áður en niðurfellingin tekur gildi. Þetta fólk er heimilislaust og hefur engan rétt á þjónustu hér á landi. Samtökin 23 skoruðu á yfirvöld fyrir helgi í sameiginlegri yfirlýsingu að tryggja öryggi þessa fólks, mannréttindi þeirra og grunnaðstoð. „Við köllum eftir samtali. Við erum hérna með ákveðna mannúðarkrísu sem hefur staðið í á tólfta dag og við vitum að það er ennþá fólk sem er verið að bera út úr þeim úrræðum sem þau eru í, og við viljum að samtalið sé tekið þar sem mannúð og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi í því hvernig þessu máli er mætt,“ segir Hjördís og að íslenska ríkið hafi undirritað marga mannréttindasáttmála og að okkur beri að passa upp á það fólk sem er hérna. „En við þurfum að ræða hvernig er best að gera það þegar upp er komin staða sem þessi,“ segir Hjördís og að henni lítist ekki endilega á tillögu dómsmálaráðherra um búsetuúrræði með takmörkunum. „Við erum að tala um varðhaldsbúðir, ef við þýðum beint orð ráðherra um „detention center“ fáum við varðhaldsbúðir. Ég sé ekki að það sé farsælt úrræði,“ segir hún og að þau hafi heyrt frá kollegum sínum í Noregi af svipuðum málum en að þar fái fólk að halda sínum rétti og veru í úrræðum. Hún telur farsælla að gera það líka. „Það er meiri mannúð í því en að fara að loka það inni eða setja á það ökklaband.“ Hjördís segir Hjálpræðisherinn taka á móti allt að 500 manns á hverjum degi í mat og meðal þeirra sé þjónustusvipt flóttafólk. „Við erum með á þriðja og stundum fimmta hundrað á dag sem leita til okkar og mörg þeirra eru hælisleitendur og flóttafólk. Við þekkjum til einhverra af þeim einstaklingum sem eru í þeirri stöðu að hafa misst alla þjónustu núna og þau hafa verið hjá okkur í bæði mat og virkni,“ segir Hjördís. Hún vonast til þess að hægt verði að ræða þessi mál á fundinum á eftir. Hún segir að víða í heiminum sé þetta aukinn vandi að fleiri sækist um hæli en aldrei hafi fleiri verið á flótta. „Þetta er ekki að fara að lagast í heiminum og við tökum aldrei samtalið. Við erum alltaf að bregðast við aðstæðum sem þegar eru komnar upp í stað þess að tala saman áður en það gerist,“ segir hún og að mikið vanti að tala við þau sem ákvarðanirnar eigi um. „Mér finnst alltaf samtal vænlegra til árangurs í svona málum. Auðvitað hefur fólk mismunandi skoðanir á allskonar málum. Þessi samtök sem skrifuðu undir yfirlýsinguna eru líka mjög ólík og hafa ólíka aðferðarfræði en við hljótum að geta öll sameinast um það að hafa mannréttindi og mannúð að leiðarljósi í þeim ákvörðunum sem við tökum, sérstaklega fyrir svona viðkvæma hópa. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fjörutíu og tveir frá Venesúela fengið hæli en 435 verið synjað Á tímabilinu frá og með janúar og til og með júlí barst Útlendingastofnun 2.751 umsókn um vernd. Stærsti hlutinn var vegna einstaklinga frá Venesúela, 1.208 umsóknir, en 980 vegna einstaklinga frá Úkraínu. 22. ágúst 2023 07:10 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00 „Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00 Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Alls koma saman 23 félagasamtök í húsnæði Hjálpræðishersins klukkan 17 í dag þar sem ræða á málefni flóttafólks sem svipt hefur verið rétti á þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra hefur staðfest komu sína á fundinn en ekki dómsmálaráðherra. Allir þingmenn fengu boð á fundinn. Hægt verður að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi. „Ég vona að það fólk sem sér um þennan málaflokk finni hjá sér vilja til að mæta,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Alls eru, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra, um 200 einstaklingar hér á landi sem hafa fengið endanlega synjun. Um 150 eru á undanþágu og enn í þjónustu en 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu og hafa í kjölfarið 30 daga til að fara af landi brott í samvinnu við stjórnöld. Á meðan þau bíða þess geta þau dvalið í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Alls hafa um tíu einstaklingar farið í samvinnu við stjórnvöld af landi brott en meirihluti þeirra sem hefur verið tilkynnt um niðurfellingu hefur annað hvort látið sig hverfa úr þjónustu eða vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni þar sem þau mega vera í 30 daga áður en niðurfellingin tekur gildi. Þetta fólk er heimilislaust og hefur engan rétt á þjónustu hér á landi. Samtökin 23 skoruðu á yfirvöld fyrir helgi í sameiginlegri yfirlýsingu að tryggja öryggi þessa fólks, mannréttindi þeirra og grunnaðstoð. „Við köllum eftir samtali. Við erum hérna með ákveðna mannúðarkrísu sem hefur staðið í á tólfta dag og við vitum að það er ennþá fólk sem er verið að bera út úr þeim úrræðum sem þau eru í, og við viljum að samtalið sé tekið þar sem mannúð og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi í því hvernig þessu máli er mætt,“ segir Hjördís og að íslenska ríkið hafi undirritað marga mannréttindasáttmála og að okkur beri að passa upp á það fólk sem er hérna. „En við þurfum að ræða hvernig er best að gera það þegar upp er komin staða sem þessi,“ segir Hjördís og að henni lítist ekki endilega á tillögu dómsmálaráðherra um búsetuúrræði með takmörkunum. „Við erum að tala um varðhaldsbúðir, ef við þýðum beint orð ráðherra um „detention center“ fáum við varðhaldsbúðir. Ég sé ekki að það sé farsælt úrræði,“ segir hún og að þau hafi heyrt frá kollegum sínum í Noregi af svipuðum málum en að þar fái fólk að halda sínum rétti og veru í úrræðum. Hún telur farsælla að gera það líka. „Það er meiri mannúð í því en að fara að loka það inni eða setja á það ökklaband.“ Hjördís segir Hjálpræðisherinn taka á móti allt að 500 manns á hverjum degi í mat og meðal þeirra sé þjónustusvipt flóttafólk. „Við erum með á þriðja og stundum fimmta hundrað á dag sem leita til okkar og mörg þeirra eru hælisleitendur og flóttafólk. Við þekkjum til einhverra af þeim einstaklingum sem eru í þeirri stöðu að hafa misst alla þjónustu núna og þau hafa verið hjá okkur í bæði mat og virkni,“ segir Hjördís. Hún vonast til þess að hægt verði að ræða þessi mál á fundinum á eftir. Hún segir að víða í heiminum sé þetta aukinn vandi að fleiri sækist um hæli en aldrei hafi fleiri verið á flótta. „Þetta er ekki að fara að lagast í heiminum og við tökum aldrei samtalið. Við erum alltaf að bregðast við aðstæðum sem þegar eru komnar upp í stað þess að tala saman áður en það gerist,“ segir hún og að mikið vanti að tala við þau sem ákvarðanirnar eigi um. „Mér finnst alltaf samtal vænlegra til árangurs í svona málum. Auðvitað hefur fólk mismunandi skoðanir á allskonar málum. Þessi samtök sem skrifuðu undir yfirlýsinguna eru líka mjög ólík og hafa ólíka aðferðarfræði en við hljótum að geta öll sameinast um það að hafa mannréttindi og mannúð að leiðarljósi í þeim ákvörðunum sem við tökum, sérstaklega fyrir svona viðkvæma hópa.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fjörutíu og tveir frá Venesúela fengið hæli en 435 verið synjað Á tímabilinu frá og með janúar og til og með júlí barst Útlendingastofnun 2.751 umsókn um vernd. Stærsti hlutinn var vegna einstaklinga frá Venesúela, 1.208 umsóknir, en 980 vegna einstaklinga frá Úkraínu. 22. ágúst 2023 07:10 Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27 Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00 „Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00 Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Fjörutíu og tveir frá Venesúela fengið hæli en 435 verið synjað Á tímabilinu frá og með janúar og til og með júlí barst Útlendingastofnun 2.751 umsókn um vernd. Stærsti hlutinn var vegna einstaklinga frá Venesúela, 1.208 umsóknir, en 980 vegna einstaklinga frá Úkraínu. 22. ágúst 2023 07:10
Fyrsta skipti í seinni tíð sem stjórnvöld hendi fólki meðvitað á götuna Áfram ríkir óvissa um það hver eigi að aðstoða flóttafólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Ráðherrar funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um stöðuna í gær en engin niðurstaða fékkst í málið. 19. ágúst 2023 10:27
Enn engin niðurstaða í máli þjónustusvipts flóttafólks Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 18. ágúst 2023 13:00
„Það er neyð á götunum og það er alvarlegt mál“ Reykjavík mun ekki þjónusta flóttafólk sem svipt hefur verið þjónustu án samtals eða verklags um verkefnið. Formaður borgarráðs segir verkefnið risavaxið og að það muni aðeins vaxa. 17. ágúst 2023 20:00
Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19. ágúst 2023 14:00