Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. ágúst 2023 07:00 Í vottunarferlinu sem fylgir því að verða vottaður sem hinseginvænn vinnustaður er rýnt í bæði ytri og innri gögn segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78. Til dæmis hvort jafnréttisstefna vinnustaðarins taki mið af því að innifela einnig hinsegin starfsfólk þar sem atriði eins og upphaf á tölvupósti gæti þá verið: Sæll, sæl, sælt. Vísir/Vilhelm „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. Í sumar höfum við séð fréttir um að Ölgerðin hafi riðið á vaðið með Samtökunum ´78 um vottun sem hinseginvænn vinnustaður, fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að vinna með samtökunum að því að hljóta slíka vottun. En er þetta ekki bara plögg og pr-mál eins og oft er kallað? Þar sem fyrirtæki leitast við að gera eitthvað sem virkar rosa jákvætt og gefur þeim góða umfjöllun og jákvæða ásýnd. Nei svo er aldeilis ekki kemur í ljós þegar Atvinnulífið rýnir í stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði. Hvernig er staðan á þínum vinnustað? Tótla I. Sæmundsdóttir hefur starfað sem fræðslustýra Samtakanna 78 síðastliðin fjögur ár og heimsótt fjöldann allan af vinnustöðum. Tótla segir vottanir hinseginvænna vinnustaða séu þekktar víða í Evrópu en á Íslandi horfi samtökin sérstaklega til systursamtaka sinna í Svíþjóð. Þar sem vottanir sem þessar eru hreinlega orðnar að starfsemi heillar deildar innan samtakanna. Markmiðið er auðvitað að fræða og efla vinnumarkaðinn þannig að allir séu betur upplýstir, fordómar helst hverfi og líðan hinsegin fólks sé betri í vinnunni. Í könnun sem gerð var í fyrra um stöðu hinsegin fólks var bæði ráðist í að skoða samsköttuð gögn fólks í sambúð af sama kyni til samanburðar við samsköttun gagnkynhneigðra para. Þá voru viðhorfsspurningar lagðar fram fyrir 850 einstaklinga í hinsegin samfélaginu. Meðal þess sem niðurstöður sýna er að lesbíur eru að meðaltali með 13% hærri laun en gagnkynhneigðar konur en hommar eru að meðaltali með 32% lægri laun en gagnkynhneigðir karlmenn. Þá má sjá að 90% svarenda er bjartsýnt á framtíð hinsegin fólks á Íslandi, í samanburði við að aðeins 21% svarenda eru bjartsýn á framtíð hinsegin fólks í heiminum. En hvað getur vinnumarkaðurinn sem slíkur horft í sérstaklega? „Það sem sló mig mest er að aðeins 47% hinsegin fólks er opið með hinseginleikann sinn í vinnunni og aðeins 36% trans fólks,“ segir Tótla. Sem einfaldlega þýðir að rúmur helmingur hinsegin fólks á vinnumarkaði kemur ekki út úr skápnum í vinnunni; segir ekki frá hinseginleika sínum, er ekki opið með hann eða líður ekki vel með að deila honum með samstarfsfólki sínu. Þetta gefur vinnustöðum ekki aðeins tækifæri til að velta fyrir sér hvernig staðan er hjá þeim, heldur töldu forsvarsaðilar Samtaka ‘78 tilefni til þess að grípa til róttækra aðgerða. Sem fyrir íslenskt atvinnulíf þýðir að hægt er að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður eins og mörg Evrópsk fyrirtæki hafa nú þegar hlotið vottun fyrir að vera. Í fyrra stóðu Samtökin '78, BHM, ASÍ og BSRB fyrir viðamikilli könnun um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði. Niðurstöður könnunarinnar sýna að rúmlega helmingur fólks er ekki að koma út úr skápnum á vinnustaðnum sínum, þ.e. segir ekki frá hinseginleika sínum, er ekki opið með hann eða líður ekki vel með að deila honum með samstarfsfólki sínu. Frá efsta lagi og niður í gólf: Top down Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er sá sem hefur verið í forsvari fyrir þeim fréttum fjölmiðla um samstarf fyrirtækisins við Samtökin 78 um að hljóta vottunina fyrir árslok 2023. Þetta rímar við það ferli sem vottunin felur í sér því Tótla segir að þar sé miðað við að hefja vinnuna með æðstu stjórnendum, síðan millistjórnendum og þaðan niður í gólf. Það gerist alltaf þegar við erum í fræðslu og samtali við æðstu stjórnendur að eitthvað kemur upp. Oft það að fólk veit ekki hvernig það á að bregðast við aðstæðum. Til dæmis ef einhver á vinnustaðnum kemur út með hinseginleika sína, þá veltir fólk jafnvel fyrir sér: Á ég þá að segja til hamingju eða….?“ Hún segir vinnustaðafræðslu og samtöl sem þessi því alltaf skemmtileg í bland við það að vera fræðandi fyrir fólk. Enda sé staðreyndin oftast sú að flestir vilja vel og vilja skilja, en þegar að við vitum lítið eða ekkert, skapast fordómar. Þá segir Tótla það vera jákvætt tækifæri að fara í samstarf við atvinnulífið um fræðslu eins og vottunin felur í sér, því lengi hafi Samtökin verið í vandræðum með að ná til ákveðins hóps fólks en með samstarfi við atvinnulífið séu þau betur að ná því markmiði. „Við rýnum í allt, innri og ytri gögn. Með innri gögnum á ég til dæmis við skoðun á hvernig jafnréttisstefnu fyrirtækisins er fylgt eftir í raun og hvort hún geri ráð fyrir hinsegin fólki á vinnustaðnum.“ Sem dæmi um atriði má nefna hvort nálgun í upplýsingamiðlun taki mið af hinsegin samfélaginu með ávarpi eins og „Sæll/sæl/sælt.“ Eða hvort gert sé ráð fyrir salernisaðstöðu fyrir hinsegin starfsfólks og/eða sturtuaðstöðu þegar það á við. Enn eitt dæmið eru verkferlar vegna kynbundins áreitis og hvort hinsegin fólk upplifi að þeir verkferlar feli líka í sér skýrar boðleiðir og ferla í málum sem geta komið upp þeim tengdum. Markviss fræðsla er mikilvægur liður í vottun hinseginvænna vinnustaða, sem Tótla segir af hinu góða því fólk sé svo oft með alls kyns vangaveltur. Á ég til dæmis að segja Til hamingju þegar einhver kemur út úr skápnum? Eða er í lagi fyrir konu að segjast hafa verið með konunni sinni upp í bústað um helgina? Tótla segir fræðslu mikilvæga og að oftar en ekki séu þau samtöl sem fara fram á vinnustöðum mjög skemmtileg.Vísir/Vilhelm Oft skemmtileg samtöl Síðustu árin hefur umræða um hinsegin samfélagið breyst verulega. Það sem áður snerist fyrst og fremst um réttindi og stöðu samkynhneigðra hefur nú breyst í umræðu um samkynhneigða, kynsegin, trans fólk og alls konar. Getur verið að fólk sé einfaldlega ekki opið fyrir hinsegin samfélaginu á vinnustað vegna þess að það er hrætt við að segja eitthvað vitlaust? Hvenær á maður til dæmis að segja trans kona eða trans maður? Er trans kona sú sem nú er kona en áður var maður, eða öfugt spyr blaðamaður sem jú, vissulega hefur ruglast eða ákveðið að þaga frekar en að segja eitthvað vitlaust. „Já nákvæmlega. Það er mjög algengt að fólk einfaldlega er hrætt við að segja eitthvað vitlaust, vill fremur vera með lokað á samfélag hinsegin fólks vegna þess að það vill ekki segja eitthvað sem ekki er við hæfi,“ svarar Tótla og skýrir brosandi út að rétta orðræðan felist í að tala alltaf út frá þeirri skilgreiningu sem endurspegli einstaklinginn í dag en ekki því sem eitt sinn var. Hinsegin fólk er síðan að upplifa þessar sömu vangaveltur. Samkynhneigð kona gæti til dæmis velt fyrir sér: Er í lagi að ég nefni á kaffistofunni að ég hafi farið upp í bústað með konunni minni um helgina eða mun samstarfsfólkinu mínu finnast það eitthvað skrýtið eða óviðeigandi?“ Með þetta í huga segir Tótla fræðslu svo mikilvæga á vinnustöðum en vottun sem hinsegin vænn vinnustaður tryggir fyrir allt starfsfólk að fræðsla sem þessi sé alltaf til staðar og markviss. „Sem er allra hagur og auðvitað ekki síst fyrir hinsegin fólk. Því það er svo lýjandi að geta ekki verið maður sjálfur. Ég til dæmis þekki það af eigin raun að hafa búið í landi þar sem samkynhneigð er ólögleg. Og ég var alltaf að passa mig, allan liðlangan daginn var ég með hugann við það hvort ég væri nokkuð að segja eitthvað eða gefa eitthvað í skyn sem gæti komið upp um hver ég er í raun.“ Margar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er hamingjusamt og líður vel á vinnustað, afkastar einfaldlega betur. Með tilliti til þessa er það hagur atvinnulífsins að starfsfólki líði vel á vinnumarkaði. „Mörgum stjórnendum hefur brugðið við að sjá þessar tölur sem komu út úr könnuninni því að eflaust eru margir vinnustaðir ekki að átta sig á því að þetta er staða sem líklega á þá við hjá þeim; að rúmlega helmingur starfsfólks þori ekki að vera í vinnunni sem hinsegin einstaklingur,“ segir Tóta. Hún segir vottun sem hinsegin vænan vinnustað líka fela ýmislegt í sér fyrir vinnustaði sem gott er að hafa aðgengi að. „Við sem Samtökin 78 leggjum fram alls konar fræðslu og tól og tæki fyrir stjórnendur að vinna með, auk þess sem fyrirtækin hafa þá aðgang að okkur, með ráðgjöf og annað. Þegar málin eru nefnilega skoðuð til hlítar eins og við gerum í vottunarferlinu, kemur í ljós að ýmislegt vantar upp á þótt margt hafi verið gott. Til dæmis að eitthvað sé ekki upp á borðum eða hafi komið upp innan fyrirtækisins en verið hunsað,“ segir Tótla og bætir við: Það má því alveg búast við því að margt í vottunarferlinu geti orðið erfitt, en ég get líka sagt með fullvissu að það er margt mjög skemmtilegt.“ Jafnréttismál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Mannréttindi Hinsegin Tengdar fréttir Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um þær leiðbeiningar sem gefnar verða út í haust í samstarfi Kauphallar, Hinsegin daganna og Samtakanna 78. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og stofnunum. 6. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Í sumar höfum við séð fréttir um að Ölgerðin hafi riðið á vaðið með Samtökunum ´78 um vottun sem hinseginvænn vinnustaður, fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að vinna með samtökunum að því að hljóta slíka vottun. En er þetta ekki bara plögg og pr-mál eins og oft er kallað? Þar sem fyrirtæki leitast við að gera eitthvað sem virkar rosa jákvætt og gefur þeim góða umfjöllun og jákvæða ásýnd. Nei svo er aldeilis ekki kemur í ljós þegar Atvinnulífið rýnir í stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði. Hvernig er staðan á þínum vinnustað? Tótla I. Sæmundsdóttir hefur starfað sem fræðslustýra Samtakanna 78 síðastliðin fjögur ár og heimsótt fjöldann allan af vinnustöðum. Tótla segir vottanir hinseginvænna vinnustaða séu þekktar víða í Evrópu en á Íslandi horfi samtökin sérstaklega til systursamtaka sinna í Svíþjóð. Þar sem vottanir sem þessar eru hreinlega orðnar að starfsemi heillar deildar innan samtakanna. Markmiðið er auðvitað að fræða og efla vinnumarkaðinn þannig að allir séu betur upplýstir, fordómar helst hverfi og líðan hinsegin fólks sé betri í vinnunni. Í könnun sem gerð var í fyrra um stöðu hinsegin fólks var bæði ráðist í að skoða samsköttuð gögn fólks í sambúð af sama kyni til samanburðar við samsköttun gagnkynhneigðra para. Þá voru viðhorfsspurningar lagðar fram fyrir 850 einstaklinga í hinsegin samfélaginu. Meðal þess sem niðurstöður sýna er að lesbíur eru að meðaltali með 13% hærri laun en gagnkynhneigðar konur en hommar eru að meðaltali með 32% lægri laun en gagnkynhneigðir karlmenn. Þá má sjá að 90% svarenda er bjartsýnt á framtíð hinsegin fólks á Íslandi, í samanburði við að aðeins 21% svarenda eru bjartsýn á framtíð hinsegin fólks í heiminum. En hvað getur vinnumarkaðurinn sem slíkur horft í sérstaklega? „Það sem sló mig mest er að aðeins 47% hinsegin fólks er opið með hinseginleikann sinn í vinnunni og aðeins 36% trans fólks,“ segir Tótla. Sem einfaldlega þýðir að rúmur helmingur hinsegin fólks á vinnumarkaði kemur ekki út úr skápnum í vinnunni; segir ekki frá hinseginleika sínum, er ekki opið með hann eða líður ekki vel með að deila honum með samstarfsfólki sínu. Þetta gefur vinnustöðum ekki aðeins tækifæri til að velta fyrir sér hvernig staðan er hjá þeim, heldur töldu forsvarsaðilar Samtaka ‘78 tilefni til þess að grípa til róttækra aðgerða. Sem fyrir íslenskt atvinnulíf þýðir að hægt er að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður eins og mörg Evrópsk fyrirtæki hafa nú þegar hlotið vottun fyrir að vera. Í fyrra stóðu Samtökin '78, BHM, ASÍ og BSRB fyrir viðamikilli könnun um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði. Niðurstöður könnunarinnar sýna að rúmlega helmingur fólks er ekki að koma út úr skápnum á vinnustaðnum sínum, þ.e. segir ekki frá hinseginleika sínum, er ekki opið með hann eða líður ekki vel með að deila honum með samstarfsfólki sínu. Frá efsta lagi og niður í gólf: Top down Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er sá sem hefur verið í forsvari fyrir þeim fréttum fjölmiðla um samstarf fyrirtækisins við Samtökin 78 um að hljóta vottunina fyrir árslok 2023. Þetta rímar við það ferli sem vottunin felur í sér því Tótla segir að þar sé miðað við að hefja vinnuna með æðstu stjórnendum, síðan millistjórnendum og þaðan niður í gólf. Það gerist alltaf þegar við erum í fræðslu og samtali við æðstu stjórnendur að eitthvað kemur upp. Oft það að fólk veit ekki hvernig það á að bregðast við aðstæðum. Til dæmis ef einhver á vinnustaðnum kemur út með hinseginleika sína, þá veltir fólk jafnvel fyrir sér: Á ég þá að segja til hamingju eða….?“ Hún segir vinnustaðafræðslu og samtöl sem þessi því alltaf skemmtileg í bland við það að vera fræðandi fyrir fólk. Enda sé staðreyndin oftast sú að flestir vilja vel og vilja skilja, en þegar að við vitum lítið eða ekkert, skapast fordómar. Þá segir Tótla það vera jákvætt tækifæri að fara í samstarf við atvinnulífið um fræðslu eins og vottunin felur í sér, því lengi hafi Samtökin verið í vandræðum með að ná til ákveðins hóps fólks en með samstarfi við atvinnulífið séu þau betur að ná því markmiði. „Við rýnum í allt, innri og ytri gögn. Með innri gögnum á ég til dæmis við skoðun á hvernig jafnréttisstefnu fyrirtækisins er fylgt eftir í raun og hvort hún geri ráð fyrir hinsegin fólki á vinnustaðnum.“ Sem dæmi um atriði má nefna hvort nálgun í upplýsingamiðlun taki mið af hinsegin samfélaginu með ávarpi eins og „Sæll/sæl/sælt.“ Eða hvort gert sé ráð fyrir salernisaðstöðu fyrir hinsegin starfsfólks og/eða sturtuaðstöðu þegar það á við. Enn eitt dæmið eru verkferlar vegna kynbundins áreitis og hvort hinsegin fólk upplifi að þeir verkferlar feli líka í sér skýrar boðleiðir og ferla í málum sem geta komið upp þeim tengdum. Markviss fræðsla er mikilvægur liður í vottun hinseginvænna vinnustaða, sem Tótla segir af hinu góða því fólk sé svo oft með alls kyns vangaveltur. Á ég til dæmis að segja Til hamingju þegar einhver kemur út úr skápnum? Eða er í lagi fyrir konu að segjast hafa verið með konunni sinni upp í bústað um helgina? Tótla segir fræðslu mikilvæga og að oftar en ekki séu þau samtöl sem fara fram á vinnustöðum mjög skemmtileg.Vísir/Vilhelm Oft skemmtileg samtöl Síðustu árin hefur umræða um hinsegin samfélagið breyst verulega. Það sem áður snerist fyrst og fremst um réttindi og stöðu samkynhneigðra hefur nú breyst í umræðu um samkynhneigða, kynsegin, trans fólk og alls konar. Getur verið að fólk sé einfaldlega ekki opið fyrir hinsegin samfélaginu á vinnustað vegna þess að það er hrætt við að segja eitthvað vitlaust? Hvenær á maður til dæmis að segja trans kona eða trans maður? Er trans kona sú sem nú er kona en áður var maður, eða öfugt spyr blaðamaður sem jú, vissulega hefur ruglast eða ákveðið að þaga frekar en að segja eitthvað vitlaust. „Já nákvæmlega. Það er mjög algengt að fólk einfaldlega er hrætt við að segja eitthvað vitlaust, vill fremur vera með lokað á samfélag hinsegin fólks vegna þess að það vill ekki segja eitthvað sem ekki er við hæfi,“ svarar Tótla og skýrir brosandi út að rétta orðræðan felist í að tala alltaf út frá þeirri skilgreiningu sem endurspegli einstaklinginn í dag en ekki því sem eitt sinn var. Hinsegin fólk er síðan að upplifa þessar sömu vangaveltur. Samkynhneigð kona gæti til dæmis velt fyrir sér: Er í lagi að ég nefni á kaffistofunni að ég hafi farið upp í bústað með konunni minni um helgina eða mun samstarfsfólkinu mínu finnast það eitthvað skrýtið eða óviðeigandi?“ Með þetta í huga segir Tótla fræðslu svo mikilvæga á vinnustöðum en vottun sem hinsegin vænn vinnustaður tryggir fyrir allt starfsfólk að fræðsla sem þessi sé alltaf til staðar og markviss. „Sem er allra hagur og auðvitað ekki síst fyrir hinsegin fólk. Því það er svo lýjandi að geta ekki verið maður sjálfur. Ég til dæmis þekki það af eigin raun að hafa búið í landi þar sem samkynhneigð er ólögleg. Og ég var alltaf að passa mig, allan liðlangan daginn var ég með hugann við það hvort ég væri nokkuð að segja eitthvað eða gefa eitthvað í skyn sem gæti komið upp um hver ég er í raun.“ Margar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er hamingjusamt og líður vel á vinnustað, afkastar einfaldlega betur. Með tilliti til þessa er það hagur atvinnulífsins að starfsfólki líði vel á vinnumarkaði. „Mörgum stjórnendum hefur brugðið við að sjá þessar tölur sem komu út úr könnuninni því að eflaust eru margir vinnustaðir ekki að átta sig á því að þetta er staða sem líklega á þá við hjá þeim; að rúmlega helmingur starfsfólks þori ekki að vera í vinnunni sem hinsegin einstaklingur,“ segir Tóta. Hún segir vottun sem hinsegin vænan vinnustað líka fela ýmislegt í sér fyrir vinnustaði sem gott er að hafa aðgengi að. „Við sem Samtökin 78 leggjum fram alls konar fræðslu og tól og tæki fyrir stjórnendur að vinna með, auk þess sem fyrirtækin hafa þá aðgang að okkur, með ráðgjöf og annað. Þegar málin eru nefnilega skoðuð til hlítar eins og við gerum í vottunarferlinu, kemur í ljós að ýmislegt vantar upp á þótt margt hafi verið gott. Til dæmis að eitthvað sé ekki upp á borðum eða hafi komið upp innan fyrirtækisins en verið hunsað,“ segir Tótla og bætir við: Það má því alveg búast við því að margt í vottunarferlinu geti orðið erfitt, en ég get líka sagt með fullvissu að það er margt mjög skemmtilegt.“
Jafnréttismál Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Mannréttindi Hinsegin Tengdar fréttir Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um þær leiðbeiningar sem gefnar verða út í haust í samstarfi Kauphallar, Hinsegin daganna og Samtakanna 78. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og stofnunum. 6. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01
Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00
Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um þær leiðbeiningar sem gefnar verða út í haust í samstarfi Kauphallar, Hinsegin daganna og Samtakanna 78. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og stofnunum. 6. ágúst 2020 09:00