Borgarstjóri spáir frábærri stemningu á Menningarnótt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. ágúst 2023 12:00 Dagur segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur Menningarnótt í hádeginu og spáir frábærri stemningu á hátíðinni. Hann segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni og að fólk láti koma sér á óvart. Dagur segir að allir geti fundið eitthvað að sjá, heyra, smakka og njóta fram á nótt á Menningarnótt í ár. Hann setur hátíðina á Kjarvalsstöðum í hádeginu og henni lýkur með stórglæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:00 að vanda.„Ég fann það í morgun þegar ég var að starta Reykjavíkurmaraþoninu. Það er svo mikil blíða og gott veður og bros á hverju andliti. Það plús fjögur hundruð viðburðir og atriði út um allt bókstaflega,“ segir Dagur sem var að pússa vöfflujárnið þegar fréttamaður náði af honum tali í morgun. En í ár verður endurvakinn sá siður að íbúar Þingholtanna bjóði gestum og gangandi heim í vöfflur. Eyjamenn heiðursgestir Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt en það er vegna 50 ára goslokaafmælisins í ár. „Ég fékk þá hugmynd að það færi gríðarlega vel á þessu,“ segir Dagur. „Þetta er alveg ótrúleg saga, bæði gosið og að tæplega fimm þúsund manna bæjarfélag fluttist yfir nótt með 76 skipum. Síðan voru opnuð hér skólar og heimili til að taka á móti öllum hópnum.“ Vestmannaeyjar séu mikill vinabær Reykjavíkur og að borgarbúar vilji sína gestrisni á Menningarnótt. Fjölskyldur séu saman Dagur segir einnig mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni.„Við viljum ekki að unglingar verði eftir þegar mamma og pabbi eru farin heim heldur að fólk fylgist að og muni að láta koma sér á óvart. Fari og skoði Reykjavík og umbreytingarnar sem hafa orðið í borginni. Þessa spennandi uppbyggingu sem margir hafa heyrt um en kannski ekki séð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Dagur segir að allir geti fundið eitthvað að sjá, heyra, smakka og njóta fram á nótt á Menningarnótt í ár. Hann setur hátíðina á Kjarvalsstöðum í hádeginu og henni lýkur með stórglæsilegri flugeldasýningu klukkan 23:00 að vanda.„Ég fann það í morgun þegar ég var að starta Reykjavíkurmaraþoninu. Það er svo mikil blíða og gott veður og bros á hverju andliti. Það plús fjögur hundruð viðburðir og atriði út um allt bókstaflega,“ segir Dagur sem var að pússa vöfflujárnið þegar fréttamaður náði af honum tali í morgun. En í ár verður endurvakinn sá siður að íbúar Þingholtanna bjóði gestum og gangandi heim í vöfflur. Eyjamenn heiðursgestir Eyjamenn eru heiðursgestir á Menningarnótt en það er vegna 50 ára goslokaafmælisins í ár. „Ég fékk þá hugmynd að það færi gríðarlega vel á þessu,“ segir Dagur. „Þetta er alveg ótrúleg saga, bæði gosið og að tæplega fimm þúsund manna bæjarfélag fluttist yfir nótt með 76 skipum. Síðan voru opnuð hér skólar og heimili til að taka á móti öllum hópnum.“ Vestmannaeyjar séu mikill vinabær Reykjavíkur og að borgarbúar vilji sína gestrisni á Menningarnótt. Fjölskyldur séu saman Dagur segir einnig mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni.„Við viljum ekki að unglingar verði eftir þegar mamma og pabbi eru farin heim heldur að fólk fylgist að og muni að láta koma sér á óvart. Fari og skoði Reykjavík og umbreytingarnar sem hafa orðið í borginni. Þessa spennandi uppbyggingu sem margir hafa heyrt um en kannski ekki séð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira