Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 10:54 Francina Armengol, þingmaður Sósíalistaflokksins, (f.m.) brosmild eftir að hún var kjörin þingforseti í morgun. Armengol var áður forseti sjálfstjórnarhéraðs Balear-eyja. Vísir/EPA Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27