Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 23:15 Litlu mátti muna þegar bílstjóri Eimskipa tók fram úr bíl á meðan bílaröð mætti úr gagnstæðri átt. vésteinn valgarðsson Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi.
Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54
Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18
Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59