Fótbolti

„Þróttur er greinilega orðið mitt „mojo“ núna“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðný Geirsdóttir átti stórleik í kvöld.
Guðný Geirsdóttir átti stórleik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Guðný Geirsdóttur, markvörður ÍBV, átti sannkallaðan stórleik í 1-1 jafntefli gegn Þrótti fyrr í kvöld.

„Ég er bara nokkuð ánægð með mitt í dag, auðvitað á ég þetta ekkert ein. Það er verið að hjálpa mér að loka markinu en jú flottur leikur af minni hálfu í dag“ sagði Guðný strax að leik loknum.

Fyrri leikur þessara liða úti í Vestmannaeyjum lauk með 3-0 sigri ÍBV, Guðný segir sig hafa spilað betri leik þar en í dag. Henni líður greinilega vel gegn Þrótti.

„Ég var einmitt að segja við Nik [þjálfara Þróttar], ég held að fyrri leikurinn gegn Þrótti hafi verið betri, ég átti fleiri vörslur þar. En það voru meira svona „reaction“ vörslur, þetta þurfti meiri stökkkraft og svona. En Þróttur er greinilega orðið mitt „mojo“ núna.“

Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og komust snemma yfir, fljótlega tók Þróttur völdin og herjaði að marki ÍBV nær allan fyrri hálfleikinn. Guðný varði margoft, kom út að grípa fyrirgjafir og stappaði stálinu í liðsfélaga sína þegar jöfnunarmark Þróttar kom svo í upphafi seinni hálfleiks.

„Við komumst yfir, komum inn af krafti, dettum svo aðeins niður og gefum þeim eiginlega þetta mark. En ákváðum að halda áfram, hvert stig skiptir máli í þessari baráttu sem við erum komnir í núna og mér fannst við hörkuduglegar í dag.“

ÍBV situr í 8. sæti deildarinnar, jöfn á stigum við Keflavík í 9. sætinu. Þessi tvö lið mætast svo næsta þriðjudag.

„Það er mjög mikilvægur leikur ef við ætlum að ná að rífa okkur aðeins frá þessu. En það er bara næsta æfing, næsti leikur og við reynum að byggja ofan á frammistöðunni hérna í dag“ sagði Guðný að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×